fbpx Corallium Beach, San Augustin | Vita

Corallium Beach, San Augustin
3 stars

Vefsíða hótels

Corallium Beach Hotel stendur á ströndinni í San Augustin á sunnanverðri Gran Canaria og er tilvalið fyrir þá sem sækjast eftir kyrrlátu og afslappandi fríi án þess að vilja fórna fjölbreyttri tómstundaiðju og afþreyingu.
Ath. að hótelið er aðeins fyrir fullorðna.
 
Herbergin eru 210, með nokkrum junior og senior svítum. Minni herbergin eru tveggja manna en í stærri herbergjunum er svefnsófi að auki svo að þar rúmast þrír. Öll herbergi eru búin sérbaðherbergi, gervihnattasjónvarpi, síma, smábar (gegn gjaldi), öryggishólfi (gegn gjaldi) og þráðlausu netsambandi (gegn gjaldi). Svalir eða verönd eru á öllum herbergjum.
 
Tvær sundlaugar með sólbekkjum og sólhlífum eru í pálmagarði við hótelið og nektarverönd er á sjöttu hæð.
 
Úrval afþreyingar og tómstundaiðju er fjölbreytt. Tónlistaratriði á kvöldin, hægt er að bóka golftíma á Lopesan Meloneras-golfvellinum.
Einnig er unnt að bóka kennslu í köfun og seglbrettasiglingum. Stutt er í verslanir af ýmsu tagi.
 
Móttakan er opin allan sólarhringinn. Hægt er að panta bílaleigubíla og fjallareiðhjól auk miða á sýningar og í skoðunarferðir. Þvottaþjónusta og gjaldeyrisskipti eru einnig í boði

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 26 km
  • Miðbær: 3 km á "Ensku ströndina"
  • Strönd: Við ströndina
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Skemmtidagskrá
  • Veitingastaður
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Nettenging: Þráðlaust net gegn gjaldi í viðskiptahorninu og herbergjum

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Verönd/svalir
  • Minibar: Gegn gjaldi
  • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

  • Allt innifalið
  • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun