fbpx Cordial Mogan Playa | Vita

Cordial Mogan Playa
4 stars

Vefsíða hótels

Hér er hlekkur með öllum helstu upplýsingum um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Cordial Mogan Playa

Cordial Mogan Playa er einkar fallegt fjögurra stjörnu hótel sem er með suðrænu yfirbragði, staðsett steinsnar frá ströndinni. Aðstaðan á hótelinu er framúrskarandi góð og stendur gestum til boða ótal möguleikar á íþróttaiðkun og meðferðum til að bæta vellíðan. 

Herbergin eru fyrsta flokks og sérstaklega vel búin. Hægt er að velja á milli þess að hafa hálft fæði innifalið í gistingu eða eingöngu morgunmat. Á hótelinu eru nokkrir veitingastaðir, hver öðrum betri.

Garðurinn er stór og fallegur með frábærri sólbaðsaðstöðu sem og möguleikum á hverskyns afþreyingu. Í garðinum eru tvær stórar sundlaugar, barnalaug, og barnaleiksvæði. Hótelgestir geta tekið handklæði af herbergjum og notað í garðinum og á ströndinni gegn tryggingu. Þá er glæsilegur tennisvöllur á hótelinu, skvassvöllur og meira að segja keilubraut. Þá er að sjálfsögðu glæsileg heilsulind og góð almenn aðstaða til líkamsræktar.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 54 km
 • Miðbær: 150 m
 • Strönd: Við ströndina
 • Veitingastaðir: Á hótelinu

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun