fbpx Der Schmittenhof Hotel, Zell am See | Vita

Der Schmittenhof Hotel, Zell am See
4 stars

Vefsíða hótels

Fallegt fjögurra stjörnu hótel staðsett í Zell am See, ekki langt frá skíðakláfnum Schmittenhöhe.  

Hótelið er á þremur hæðum en þarna er mjög góð aðstaða eins og móttaka opin allan sólarhringinn, bar, veitingastaður og heilsulind. Þarna er einnig hlýleg setustofa þar sem hægt er að slappa af og hafa það kózy eftir skemmtilegan dag í fjallinu. Í boði er hálft fæði og er morgunmatur reiddur fram af hlaðborði en kvöldmatur er valinn af matseðli sem er mismunandi á hverjum degi.  

Herbergin eru samtals 29 þau eru öll fallega innréttuð, með sjónvarpi, síma, öryggishólfi og svölum. Baðherbergi eru fullbúin með sturtu, hárþurrku og helstu snyrtivörum. Hægt er að leigja gegn gjaldi baðsloppa og inniskó.  

Hótelið er alveg við einn skíðakláfinn en strætó stoppar svo beint fyrir framan sem hægt er að taka ef maður vill fara yfir á önnur skíðasvæði eða í miðbæinn, sem er í 5 mínútna akstursfjarlægð .

Frábær staðsetning fyrir þá sem vilja vera nálægt skíðabrekkunum.

Vert er að taka fram að það er ekki fararstjóri á svæðinu en hægt er að hafa samband við Icelandair VITA ef eitthvað kemur upp á. Ekki eru í boði akstur til og frá flugvelli en hægt er að sérpanta það gegn aukagjaldi. 

Ferðamannaskatturinn í Austurríki er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: Salzburg flugvöllur: 78 km
  • Frá flugvelli: Innsbruck flugvöllur: 150 km
  • Frá skíðalyftu: Rétt hjá
  • Frá miðbæ: 5 mín akstur, strætó stoppar fyrir framan hótelið

Aðstaða

  • Gestamóttaka
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Heilsulind
  • Gufubað
  • Upphituð skíðageymsla

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Sturta
  • Hárþurrka
  • Herbergi
  • Verönd/svalir

Fæði

  • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun