Due Torri

Vefsíða hótels

Glæsihótel í hjarta gamla bæjarins í Veróna. Rétt við Sant'Anastasia kirkjuna og steinsnar frá svölunum hennar Júlíu. Verslanir, veitingastaðir og helstu kennileiti eru í léttu göngufæri.

Í hótelinu eru 90 rúmgóðar vistarverur sem rúma tvo einstaklinga. Hægt er að velja um 20 til 26 fermetra Classic og Deluxe herbergi og 30 til 40 fermetra Junior svítur. Innréttingar eru hinar glæsilegustu, í 18. og 19. aldar Biedermeier- eða keisarastíl, og húsgögnin eru upprunaleg frá þeim tíma. Ljósakrónur eru úr Murano-gleri, veggfóður er í björtum litum og ýmist teppi eða parkett á gólfum. Búnaður er þó allur hinn nútímalegasti, loftkæling og upphitun, sími, sjónvarp með gervihnattarásum, smábar og öryggishólf. Baðherbergi eru marmaraklædd og þar er baðker með sturtu, hárþurrka og baðvörur. Þráðlaust netsamband er gestum að kostnaðarlausu. 

Morgunverðarhlaðborð er í veitingasal á fyrstu hæðinni auk þess sem hægt er að panta morgunverð á herbergi. Í hótelinu er veitingastaðurinn Due Torri þar sem kokkarnir töfra fram hvern réttinn öðrum ljúffengari af matseðli í hlýlegu og hrífandi umhverfi. Áherslan er jafnt á sérrétti héraðsins sem þekktari ítalska rétti og vínið er ekki af verri endanum. Þeir sem vilja minni viðhöfn geta valið úr léttum réttum og úrvali kokteila eða fordrykkja á setustofubarnum. 

Gestamóttakan er mikilfengleg eins og hótelið allt og þar eru oft haldnar listasýningar og aðrir viðburðir. Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er aðstoðað við bílaleigu, miðakaup og ferðaskipulag. Þar er þvotta-, þurrhreinsi- og strauþjónusta. 

Due Torri er á besta stað í hjarta gamla miðbæjarins með öll helstu kennileiti í léttu göngufæri, en einnig er stutt í almenningssamgöngur ef leiðin liggur út fyrir miðbæinn. Fjöldi lítilla veitingastaða er í götunum í kring og stutt í iðandi mannlífið í kringum Piazza Delle Erbe. 

Vinsamlega athugið, gatan að hóteli er of þröng fyrir hópferðabíla. Þeir þurfa að stoppa rétt hjá hótelinu, í um 3-7 min göngufjarlægð. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 15 km
 • Miðbær: Í hjarta gamla bæjarins
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun