fbpx IFA Faro er glæsihótel á frábærum stað í Maspalomas.

Faro, a Lopesan Collection hotel, Maspalomas
4 stars

Vefsíða hótels

Hér er hlekkur með öllum helstu upplýsingum um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Faro, a Lopesan Collection hotel

Faro, a Lopesan Collection hotel er glæsilegt hótel á frábærum stað í Maspalomas. Nokkur skref eru niður á ströndina og útsýnið yfir sandöldurnar og hafið er óviðjafnanlegt. Hótelið er ætlað fullorðnum.

Í hótelinu eru 182 rúmgóðar og bjartar vistarverur sem skiptast í herbergi og 20 junior svítur sem rúma tvo til þrjá fullorðna. Einnig eru 6 x herbergi í ,,dbl deluxe" flokknum með hjólastólaaðgengi.
Innréttingar eru stílhreinar, dökkur viður í bland við dempaða og bjarta liti. Teppi eru á gólfum. Nútímaþægindi eins og loftkæling, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum og kaffivél eru í öllum vistarverum. Hárþurrka, baðsloppar og baðvörur eru á baðherbergjum. Öryggishólf og þráðlaus nettenging fást gegn gjaldi. Einnig er fyllt á smábar gegn gjaldi. Við öll herbergi eru svalir búnar húsgögnum. 

Matargerðin á hótelinu er rómuð. Veitingastaðurinn Cafe Panorama býður upp á gómsætt sætabrauð og ljúffenga rétti af matseðli. Á Tamarona er morgunverðarhlaðborð og á kvöldin svigna borðin undan kræsingum, jafnt þjóðlegum sem alþjóðlegum. Á Café de Paris fást heimabakaðar kökur og kruðerí í bland við ljúffengt kaffi og samlokur. Á píanóbarnum Gánigo er ekki amalegt að slaka á í lok dags og njóta gullfallegs útsýnisins með svalandi drykk við hönd og njóta lifandi tónlistar, taka jafnvel nokkur spor. 

Í hótelgarðinum er sundlaug og fínasta sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum. Á þakveröndinni er sólbaðsaðstaða og sundlaug. 

Líkamsræktaraðstaða er í hótelinu, auk hárgreiðslustofu, verslana og þvottaþjónustu. Móttakan er opin allan sólarhringinn og starfsfólk aðstoðar við bílaleigu og gjaldeyrisskipti. 
Faro hótelið er við suðurenda Laspalomas-strandarinnar, rétt við vitann sem hótelið dregur nafn sitt af. Þeir sem hvorki kjósa sundlaugarbakkann né nektarveröndina geta baðað sig í söltum sjónum og notið þess að finna sandinn á milli tánna á ströndinni sem er alveg við hótelið. Nóg er af annarri afþreyingu í nágrenninu, vatnasport, köfun, hestaferðir, tennis og ekki má gleyma golfvöllunum en hótelgestir fá afslátt á tveimur þeirra. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 36 km
 • Strönd: Við strönd
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Gegn gjaldi á sérstökum svæðum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun