fbpx Freina | Vita

Freina
4 stars

Vefsíða hótels

Fjögurra stjörnu hótel staðsett á mjög góðum stað í Selva rétt hjá Champinoi skíðaskláfnum og því stutt að fara til að komast í brekkurnar.

Hótelið er fjölskyldurekið og býður upp á góða aðstöðu eins og móttöku, setustofu, bar og veitingahús. Þarna er einnig lítil heilsulind þar sem m.a. má finna bæði sauna, hvíldarherbergi og litla inni-sundlaug sem er glæný. Hægt er að velja um að vera aðeins með morgunmat innifalinn eða hálft fæði (morgunmatur og kvöldverður).

Herbergin eru afar vel útbúin og rúmgóð en öll eru þau búin helstu nútíma þægindum eins og sjónvarpi, síma, öryggishólfi og hárþurrku. Inná baðherbergjum eru helstu snyrtivörur og eru allar superior míni svítur með svölum.

Góður kostur á frábærum stað.

Aðeins er í boði ferðir til og frá flugvellinum í Verona. Rútuferðina þarf að bóka aukalega gegn gjaldi. Einnig þarf að bóka aukalega gegn gjaldi skíðapoka.

ATh; Ferðamannaskatturinn í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar. Einnig þarf að bóka aukalega gegn gjaldi skíðapoka.

Fjarlægðir

  • Frá skíðalyftu: Rétt hjá Champinoi skíðakláfnum

Aðstaða

  • Þráðlaust net
  • Gestamóttaka
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Upphituð skíðageymsla

Vistarverur

  • Minibar
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Hárþurrka
  • Verönd/svalir

Fæði

  • Morgunmatur, Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun