Gibson

Vefsíða hótels

Einstaklega fallegt og nútímalegt hótel þar sem sérstök áhersla er lögð á afslappað umhverfi og góða þjónustu. Á einstökum stað við hlið 3Arena tónleikahússins við höfnina í Dublin. Almenningssamgöngur eru við hótelið og með þeim er 5 mínútna ferð í miðbæinn.

Í hótelinu eru 252 bjartar og fallega hannaðar vistarverur sem rúma allt að fjórum einstaklingum. Innréttingar eru nútímalegar en um leið hlýlegar. Lýsing er þægileg, gluggar ná frá gólfi upp í loft og innréttingar eru í hvítum og dempuðum litum. Teppi eru á gólfum. Að sjálfsögðu eru öll nútímaþægindi til staðar, eins loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp, aðstaða til að laga te og kaffi, straujárn og -borð og öryggishólf sem rúmar fartölvu. Á baðherbergjum er sturta, kraftmikil hárþurrka og lífrænar baðvörur. Góð þráðlaus nettenging er á herbergjum, gestum að kostnaðarlausu. 
Þó að veitingastaðir og barir séu í næsta nágrenni er óþarfi að leita langt yfir skammt. Veitingastaðurinn Coda býður upp á ljúffenga rétti af matseðli í aflöppuðu umhverfi og vínveggurinn, já veggurinn, því að slíkt er úrval víns frá öllum heimshornum, er óneitanlega glæsilegur. Hemi-barinn er svo á þriðju hæðinni, nútímalega innréttaður, baðaður náttúrlegri birtu og opinn út á verönd með austrænum gróðri. Barborðið þar er litlir 10 metrar á lengd. 

Nautnaseggirnir sem þurfa alveg sérstöku dekri að halda ættu að slaka á í japönsku koparböðunum á hótelveröndinni og njóta undurfagurs útsýnisins yfir Wiklow-fjallgarðinn. 
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn, með töskugeymslu, þvotta- og þurrhreinsiþjónustu og gjaldeyrisskiptum.
Gibson Plaza er á einstökum stað við höfnina í Dublin. Frábær valkostur fyrir þá sem þrá afslöppun og hvíld frá ys og þys hversdagsins en vera þó aðeins í 5 mínútna fjarlægð frá iðandi mannlífi, verslunum og veitingastöðum í miðborginni.

 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 13 km
 • Miðbær: 5 min frá miðborginni
 • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun