fbpx Parque Cristobal smáhýsagarður, Enska ströndin

HD Parque Cristobal, Playa del Inglés
3 stars

Vefsíða hótels
 • pin Created with Sketch.

HD Parque Cristobal er sjarmerandi smáhýsagarður á frábærum stað á Ensku ströndinni. Aðstæður í garðinum eru góðar og gestir hafa aðgang að líkamsrækt og heilsulind. Stutt er í verslun, þjónustu og veitingahús. Tilvalið hótel fyrir fjölskyldufólk.

Gististaðurinn býður upp á smáhýsi sem mynda eins konar þorp í kringum sundlaugarsvæðið. Þau er öll með verönd og sólbekkjum og í boði eru ýmist smáhýsi með 1 svefnherbergi sem er 48,56 m2 og rúmar allt að 3 fullorðna eða tvo fullorðna og eitt barn eða með tveimur svefnherbergjum sem er 56,70 m2 og rúmar allt að fimm einstaklinga. Smáhýsin eru öll mjög vel búin með sjónvarpi, síma, loftkælingu og öryggishólfi (gegn gjaldi). Þarna er einnig eldhúskrókur þar sem er ísskápur, örbylgjuofn, kaffivél og brauðrist. Baðherbergi eru fullbúin en þar má finna hárþurrku og helstu baðvörur. Einnig eru í boði svokallaðar Kids Suites en þeim er ætlað fjölskyldum með börn, þeim fylgja leikföng, barnastólar, pelahitari og leikjatölva svo eitthvað sé nefnt. Einnig er hægt að bóka svokölluð "EMBLEM" smáhýsi. Þar er öryggishólfið frítt, baðsloppar, inniskór og lúxusbaðvörur, en þar má einnig finna expresso kaffivél, jógamottu, þráðlausa hátalara og minibar. 

Hægt er að sérpanta sérstök smáhýsi með aðstöðu fyrir fatlaða. Vinsamlega hafið samband við skrifstofuna ef óskað er eftir slíkum smáhýsum.

Í garðinum eru tvö sundlaugarsvæði með fjórum sundlaugum og því auðvelt fyrir alla að finna eitthvað við sitt hæfi. Tvær sundlauganna eru ætlaðar fullorðnum og við aðra þeirra er nuddpottur. Einnig eru tvær barnalaugar og í annarri eru litlar rennibrautir og vatnaleiksvæði. Boðið er upp á barnaklúbb og unglingaklúbb frá morgni til kvölds. Á daginn eru ýmislegar skemmtanir á vegum hótelsins í garðinum og á kvöldin er oft lifandi músík og skemmtanir fram eftir kvöldi.

Hótelið býður upp á ýmiskonar afþreyingu sem að gestir hafa aðgang að, t.d. falleg heilsulind, borðtennis, tennis, minigolf, blak, strandblak, fótbolta, körfubolta og fleira.   

Hægt er að velja um að vera án fæðis, aðeins með morgunmat, hálft fæði (morgunverður og kvöldverður) eða Allt innifalið. Matur er reiddur fram af hlaðborði,  á hverju kvöldi er mismunandi þema í matargerðinni. Hótelgestir sem eru án fæðis geta líka keypt morgunverð og einnig kvöldverð á  "a la Carte" veitingastaðnum þar sem þeir geta pantað sér borð á.  Snarl, kaffi og kökur fást þar yfir daginn. Á sundlaugarbarnum  í garðinum er hægt að fá sér svalandi drykki og létt snarl. 

Hótelið er staðsett á mjög góðum stað við Ensku ströndina og er ströndin í um 2 km fjarlægð. Hótelið er með skutlu á sínum vegum sem keyrir á milli hótels og strandar þrisvar sinnum á dag, gestum að kostnaðarlausu. Aqualand er í 6 km fjarlægð, Palmitos Park í 14 km fjarlægð og golfvöllurinn Maspalomas í 2 km fjarlægð. 

Tilvalið fjölskylduhótel þar sem að allir í fjölskyldunni finna eitthvað við sitt hæfi.

Ath: Óheimilt er að fá til sín gesti í hótelgarðinn á Parque Cristobal nema með því að kaupa dagpassa fyrir þá hjá gestamóttöku hótelsins. 

Fjarlægðir

 • Frá flugvelli: 30 km
 • Frá miðbæ: Í miðbænum
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
 • Frá strönd: 2 km

Aðstaða

 • Nettenging
 • Handklæði fyrir hótelgarð: Gegn gjaldi
 • Gufubað
 • Barnasundlaug
 • Sundlaug
 • Líkamsrækt
 • Heilsulind
 • Gestamóttaka
 • Barnaleiksvæði
 • Barnadagskrá
 • Bar
 • Veitingastaður
 • Skemmtidagskrá

Vistarverur

 • Ísskápur
 • Kaffivél
 • Loftkæling
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi, innifalið inn á EMBLEM
 • Sjónvarp
 • Hárþurrka
 • Baðsloppar: Inn á EMBLEM íbúðum

Fæði

 • Allt innifalið, Hálft fæði, Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun