fbpx Parque Cristobal smáhýsagarður, Enska ströndin

HD Parque Cristobal, Playa del Inglés
3 stars

Vefsíða hótels

Hér er hlekkur með öllum helstu upplýsingum um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á HD Parque Cristobal

HD Parque Cristobal er sjarmerandi smáhýsagarður á frábærum stað á Ensku ströndinni. Aðstæður í garðinum eru góðar og gestir hafa aðgang að líkamsrækt og heilsulind. Stutt er í verslun, þjónustu og veitingahús. Tilvalið hótel fyrir fjölskyldufólk.

Smáhýsin eru snyrtileg og er hægt að fá þau ýmist með einu eða tveimur svefnherbergjum. Smáhýsi með einu svefnherbergi er 48,56 m2 og rúmar allt að þrjá fullorðna, og smáhýsi með tveimur svefnherbergjum er 56,70 m2 og rúmar allt að fimm fullorðna.
Hægt er að panta sérstakar krakkasvítur eða fjölskylduíbúðir hannaðar með þarfir smáfólks í huga. Þessar 57 m² íbúðir hafa sitt eigið garðsvæði, setustofu með svefnsófa og eru vel útbúnar. 

Í smáhýsunum er fín eldunaraðstaða með ískáp, örbylgjuofni, kaffivél og fl. Að auki er loftvifta, öryggishólf, sjónvarp, sími og verönd með húsgögnum og sólbekkjum.
Einnig er hægt er að sérpanta sérstök smáhýsi með aðstöðu fyrir fatlaða. Vinsamlega hafið samband við skrifstofuna ef óskað er eftir slíkum smáhýsum.

Í garðinum eru tvö sundlaugarsvæði, annars vegar er stór aðalsundlaug og hins vegar er barnalaug með litlum rennibrautum og vatnaleiksvæði. Boðið er upp á barnaklúbb og unglingaklúbb. Á daginn eru ýmislegar skemmtanir á vegum hótelsins og á kvöldin er oft lifandi músík og skemmtanir fram eftir kvöldi.

Hótelið býður upp á ýmiskonar afþreyingu sem að gestir hafa aðgang að, t.d. líkamsrækt, fitness, borðtennis, tennis, minigolf, blak, strandblak, fótbolta, körfubolta og fleira.   

Veitingastaður er á hótelinu fyrir gesti með fæði. Hótelgestir geta líka keypt morgunverð og einnig kvöldverð á  "a la Carte" veitingastaðnum þar sem gestir geta pantað sér borð á.   

Ströndin er í um 2 km fjarlægð en hótelið er með skutlu á sínum vegum sem keyrir á milli hótels og strandar þrisvar sinnum á dag, gestum að kostnaðarlausu. Aqualand er í 6 km fjarlægð, Palmitos Park í 14 km fjarlægð og golfvöllurinn Maspalomas í 2 km fjarlægð. 

Tilvalið fjölskylduhótel þar sem að allir í fjölskyldunni finna eitthvað við sitt hæfi.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 30 km
 • Miðbær: Í miðbænum
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
 • Strönd: 2 km

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Gegn gjaldi í gestamóttöku
 • Íbúðir: Smáhýsi með einu eða tveimur svefnherbergjum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun