fbpx The Hive, Róm | Vita

The Hive, Róm
4 stars

Vefsíða hótels

Flott hönnun einkennir þetta nýtískulega hótel í Róm. Góð staðsetning í heillandi gamaldags hverfi, Esquilino, sem einkennist af fallegum gömlum byggingum og stórum torgum. Frá hótelinu er stutt í helstu samgöngur og menningu en það er aðeins í um kílómetersfjarlægð frá Colosseum. Nafnið á hótelinu vísar í býflugnabú sem lýsir vel iðandi stórborgarlífinu í þessari fornu borg, Róm. 

Á hótelinu eru 189 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi og svítur. Herbergin eru innréttuð á nútímalegan og stílhreinan hátt, þau eru opin og björt og öll hin snyrtilegustu. Veggir eru ljósir og parket er á gólfum. Herbergin eru hljóðeingruð og í þeim öllum er loftkæling, frítt Internet, sjónvarp, míníbar og öryggishólf. Í sumum þeirra er aðstaða til að hella upp á kaffi eða te og úr svítum er fallegt útsýni. Baðherbergin eru mjög snyrtileg, þau eru flísalögð með sturtu, hárþurrku, inniskóm og helstu snyrtivörum. 

Morgunverður er framreiddur á yndislegri verönd á fimmtu hæð hótelsins þar sem er hægt að byrja daginn á morgunverði utandyra og njóta útsýnisins. Gestir geta fengið sér morgunverð af hlaðborði eða pantað girnilega rétti af matseðli. Einnig er hægt að fá sér fullkominn kaffibolla og croissant á kaffihúsi á hótelinu. Á kvöldin er skemmtilegt andrúmsloft á hótelinu, hægt að fá sér drykk á barnum og njóta klassískrar ítalskrar matargerðar eða jafnvel asískra rétta, innandyra eða úti á gríðarstórri veröndinni með Santa Maria Maggiore kirkjuna í baksýn.

The Hive er glæsilegt hótel sem staðsett er mjög miðsvæðis og hentar vel fyrir alla sem komnir eru til Rómar til að upplifa sögu, menningu og lífið í borginni. Einnig er það hentugt fyrir þá sem vilja kanna Ítalíu á eigin vegum og leigja sér bíl því það eru góð bílastæði undir hótelinu.

Fjarlægðir

Aðstaða

  • Veitingastaður
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Minibar
  • Hárþurrka

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun