Hotel Amphora

Fallegt fjögurra stjörnu hótel í Split. Hótelið er staðsett rétt hjá ströndinni og með fallegt útsýni yfir hafið.
Á hótelinu er afar góð aðstaða eins og útisundlaug, sólbaðsaðstaða, heilsulind, veitingastaður, bar og ýmislegt fleira. Herbergi eru vel búin og eru öll með sjónvarpi, síma og öryggishólfi. Inná baðherbergjum er hárþurrka og helstu snyrtivörur. Öll herbergi eru með svölum og hægt er að fá herbergi með sjávarsýn gegn aukagjaldi.
Á hótelinu er einnig þráðlaust internet, móttaka opin allan sólarhringinn, herbergisþjónusta og líkamsræktaraðstaða.
Fjarlægðir
- Strönd: 270 m.
- Miðbær: 3,7 km.
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gufubað
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Sturta: Ýmist baðkar eða sturta
- Aðgengi fyrir fatlaða: Þarf að sérpanta
- Handklæði fyrir hótelgarð: Hægt að fá gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Morgunverður