Iberostar Cristina, Playa de Palma

Vefsíða hótels

Iberostar Christina er eitt besta hótelið á Playa de Palma. Herbergin eru glæsileg og stutt er í strönd og iðandi mannlíf allt um kring.

Iberostar Cristina-hótelið býður upp á 346 vistarverur sem skiptast í fjölskylduherbergi fyrir tvo til fjóra og herbergi sem taka 2 eða 2 fullorðna og eitt barn.
Útsýni er ýmist yfir Palma-flóa, fallegan og gróðursælan sundlaugargarð eða bílastæði og tennisvöll.
Allar vistarverur eru bjartar og smekklega innréttaðar. Fjölskylduherbergin eru búin loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, ísskápi, öryggishólfi og þráðlausu netsambandi (gegn gjaldi). Hárþurrka er á baðherbergi.
Venjuleg herbergi eru ekki með ísskáp en annars búin sömu þægindum og fjölskylduherbergin, að viðbættum smábar. Superior herbergin eru með útsýni yfir garðinn. 

Els Molin-veitingastaðurinn í hótelinu býður upp á glæsilegt hlaðborð á morgnana, í hádeginu og á kvöldin og einu sinni í viku eru haldnar veglegar kvöldverðarveislur með dæmigerðum Mallorca-mat, elduðum að hætti eyjarskeggja.
Vinsamlega athugið, á Iberostar hótelunum er krafa um snyrtilegan klæðnað. Ekki er leyfilegt að vera í sundfötum á veitingastöðunum. Á kvöldin í matsal er mælt með að gestir séu til dæmis ekki í stuttbuxum.

Bar, þar sem hægt er að fá fjölbreytt úrval drykkja og kokteila auk rétta af matseðli í hádeginu, er opinn frá kl. 10 á morgnana til miðnættis. Snarlbar fyrir þá gesti sem vilja fá sér bita og drykk án mikillar viðhafnar er opinn fá kl. 1 til 2.30 um miðjan daginn.

Barnaklúbbur er starfræktur í hótelinu þar sem börn 4-12 ára geta buslað í sundlauginni og skemmt sér konunglega undir vökulu auga sérhæfðs starfsfólks.
Iberostar Cristina-hótelið býður gestum upp á góða líkamsræktaraðstöðu og heilsulindarþjónustu með jóga, hugleiðslu, nuddi, sána o.fl.

Alls konar afþreying er í boði, til dæmis sigling á hraðbátum, seglbátum, seglbrettum og sjóþotum og smábílaakstur auk heimsókna í dýragarð, sædýrasafn og vatnsskemmtigarða.

Ýmiss konar hreyfing er möguleg fyrir þá sem vilja halda sér í formi, til dæmis tennis og veggtennis auk þess sem hægt er að skreppa á hestbak, í mini-golf og köfun. Boðið er upp á styttri og lengri hjólreiðaferðir, á eigin spýtur eða með leiðsögn, svo og gönguferðir.

Skammt frá hótelinu eru nokkrir golfvellir þar sem tilvalið er að æfa sveifluna.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 6 km
 • Miðbær: 11 km
 • Strönd: 100 m
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun