Indigo Dubai Down Town
Vefsíða hótels

Það má með sanni segja að þetta stórglæsilega fjögurra stjörnu hótel sé eins konar blanda af nútímanum og því sem má helst finna í ævintýraumhverfi þúsund og einni nótt.
Það er afar vel staðsett í hjarta miðbæjar Dubai og er kjörinn staður til að uppgötva borgina frá. Héðan geta gestir nýtt sér allt það líflega sem borgin hefur upp á að bjóða. Með þægilegri staðsetningu sinni býður hótelið upp á greiðan aðgang að öllu því mest spennandi í Dubai.
Hótelið er með 269 stórglæsileg herbergi og er hönnunin einstök og lífleg með útsýni sem vekur upp öfund. Herbergin eru öll með sjónvarpi, síma, öryggishólfi, hárþurrku og eru baðherbergi ýmist með baðkari eða sturtu. Góð aðstaða er á hótelinu en þarna er útisundlaug sem er 25 metra, einnig er líkamsræktarstöð, heilsulind, veitingarstaður, kaffihús og tveir barir ásamt sundlaugarbar.
Útsýnið frá hótelinu er yfir allan sjóndeildarhring borgarinnar og því ógleymanlegt fyrir hótelgesti að horfa yfir borgina á hvaða tíma sólarhringsins sem er.
Ferðamannaskattur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Skatturinn er 6 dirhams á mann á nótt á Indigo Dubai Down Town.
Fjarlægðir
- Miðbær: Alveg við miðbæ
- Flugvöllur: 1,5 klst. akstur
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Gestamóttaka
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
- Kaffivél: aðstaða til að gera kaffi eða te
Fæði
- Morgunverður