fbpx Las Camelias, gott íbúðahótel. Enska ströndin.

Las Camelias, Playa del Inglés
2 stars

Vefsíða hótels

Íbúðir á Las Camelias hafa nýlega verið endurnýjaðar. Snyrtilegt, þægilegt og vistlegt íbúðahótel á frábærum stað á Ensku ströndinni. Eitt af vinsælustu hótelum VITA undanfarin ár.
Las Camelias stendur við hina fjölförnu og líflegu Tirajana-breiðgötu þar sem stutt er í veitingastaði og verslanir allt í kring. Einnig eru aðeins 250 metrar í Maspalomas golfvöllinn.
Stutt er í Yumbo verslunarmiðstöðina.

Íbúðirnar eru ekki mjög stórar, en þó hlýlegar og vel búnar. Þær eru með einu svefnherbergi og rúma allt að þrjá fullorðna. Þær eru með flísalögðu gólfi, eldhúshorni með ísskáp, rafmagnshellum, eldhúsáhöldum, örbylgjuofni og kaffivél.
Verönd eða svalir fylgja íbúðum. Í sömu byggingu er hlaðborðsveitingastaður og lítil matvöruverslun.
Allar íbúðir eru með síma og sjónvarp. Baðherbergið eru með sturtu. Hægt er að leigja öryggishólf. Þráðlaust internet er einnig gegn gjaldi.
Gestir hafa aðgang að þvottavél í húsinu. 

Garðurinn er með ágætis sundlaug, sólhlífum og strandbekkjum. Ágætis hjólastólaaðgengi er á svæðinu og lyfta. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. 

Ströndin er í rúmlega tíu mínútna göngufæri.

Las Camelias er fínt íbúðahótel á góðum stað með alla helstu aðstöðu.

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: 30 km
  • Frá miðbæ: Í miðbænum
  • Veitingastaðir: Í nágrenninu

Aðstaða

  • Nettenging: Gegn gjaldi
  • Sundlaug
  • Gestamóttaka
  • Bar

Vistarverur

  • Íbúðir
  • Ísskápur
  • Kaffivél
  • Öryggishólf
  • Sjónvarp

Fæði

  • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun