fbpx lti Alpenhotel Kaiserflets, St. Johann in Tirol | Vita

lti Alpenhotel Kaiserflets, St. Johann in Tirol
4 stars

Vefsíða hótels

Glæsilegt, fyrsta flokks hótel á besta stað við Eichenhof-skíðalyftuna í St. Johann in Tirol. Að hluta nýbyggt og að hluta nýuppgert í byrjun árs 2015. 

Hótelið er í tveimur samtengdum byggingum með 130 vistarverum. Í nýbyggingu eru 30 fm „Superior“ herbergi, sem rúma frá tveimur og upp í fjóra, og 45-60 fm svítur, sem rúma allt að fimm. Innréttingar eru einkar stílhreinar og nútímalegar en þó hlýlegar. Parkett er á gólfum. Í eldri byggingu eru 10 fm einstaklingsherbergi og 20 fm herbergi sem rúm tvo til fjóra, auk 90 fm íbúðar. Hér eru innréttingar í hefðbundnari austurrískum stíl, yfirleitt teppi á gólfum. Allar eru vistarverurnar vel búnar, með upphitun, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, öryggishólfi, ókeypis þráðlausri nettengingu og svölum. Í vistarverum í nýbyggingu er auk þess smábar. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og baðvörur. 

Tveir veitingastaðir eru í hótelinu, hlaðborðsveitingastaður þar sem hægt er að fylgjast með kokkunum töfra fram mismunandi rétti eftir kvöldum, og Tiroler Stube, þar sem fjölbreyttur matseðill er í boði. Ef þorsti, hvort sem er eftir kaffi eða öðrum kætandi drykk, sækir að í lok dags þarf ekki að örvænta því að barirnir eru tveir, annar með reykingasvæði. 

Glæsileg vel búin heilsulind er í hótelinu og þar er upplagt að láta þreytuna líða úr sér eftir langan dag í brekkunum. Þar er stór innisundlaug með hvíldarsvæði, fjórar gerðir af gufuböðum og líkamsræktaraðstaða. Auk þess er boðið upp á nudd og aðrar nærandi líkamsmeðferðir. 

Skíðaskóli og skíðaleiga eru rétt við hótelið og á St. Johann in Tirol skíðasvæðinu eru 17 lyftur og 67 brekkur sem henta allt frá byrjendum að þeim huguðustu. Með skíðarútunni sem er gestum að kostnaðarlausu tekur skamma stund að komast á skíðasvæðin í Fieberbrunn og Steinplatte. Það er einnig þess virði að kíkja í veitingahús og verslanir í miðbæ St. Johann sem er einkar sjarmerandi.

 

 

Fjarlægðir

  • Veitingastaðir: Á hóteli

Aðstaða

  • Veitingastaður
  • Aðgengi fyrir fatlaða
  • Bar
  • Barnaleiksvæði
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Lyfta
  • Nettenging
  • Sundlaug: Innilaug

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Verönd/svalir
  • Sjónvarp

Fæði

  • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun