fbpx Magic Natura. Ævintýri fyrir alla fjölskylduna. Dýra og vatnagarður.

Magic Natura, Benidorm
4 stars

Vefsíða hótels

Magic Natura Benidorm er sannkallað ævintýraland fyrir alla fjölskylduna. Falleg smáhýsi og bústaðir í miðju friðlandi með dýra- og vatnagarði. Veitingastaðir og verslun. Stuttur akstur á ströndina og næsta golfvöll.
Á svæðinu eru 249 smáhýsi og bústaðir,  í mismunandi stíl, en minna þó allir á Balí og Indónesíu, og rúma frá tveimur og allt að sjö einstaklingum. Þægindi eins og loftkæling og upphitun eru í öllum vistarverum, sími, 40 tommu flatskjársjónvarp, örbylgjuofn, ísskápur og öryggishólf. Á baðherbergjum er hárþurrka, ókeypis baðvörur og ýmist baðker eða sturta. Smáhýsin hafa ýmist sjávarsýn eða útsýni yfir sundlaugarnar eða dýragarðinn. Verönd er við alla bústaði og þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu. 

Í mat og drykk fæst eitthvað við allra hæfi. Tuvalu býður upp á ríkulegt hlaðborð, morgun, kvölds og miðjan dag, snarl þess á milli. Tangaloa er opinn þrjú kvöld vikunnar og þar er áherslan á kjötrétti frá öllum heimshornum. Á Rapanui-barnum er boðið upp á lifandi skemmtiatriði öll kvöld og en þeir sem kjósa að slaka á rólegheitum ættu að setjast niður á Taman Ayun. Auk þess er bar í vatnagarðinum. Á Agung Vulkaan kaffihúsinu er hægt að fá sér hressandi kaffidrykki og sætindi. 

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar veitir starfsfólk aðstoð og upplýsingar um ferðir um nágrennið. Þar er einnig gjafavöruverslun og kjörbúð.
Magic Natura er frábær valkostur fyrir fjölskyldur í leit að nægri afþreyingu jafnt sem góðri hvíld. Hver hefði ekki gaman af að gerast landkönnuður um stund? Kanna náttúruna, dýralífið og læra hvernig hægt er að koma fönguðum eða slösuðum dýrum aftur út í sitt náttúrlega umhverfi? Svo er líka bara hægt að skemmta sér dagana langa í vatnagarðinum, í mínígolfi eða í sólbaði. Aðeins tíu mínútna akstur er á ströndina í Benidorm eða Terra Mitica skemmtigarðinn og 5 mínútur á næsta golfvöll.

Fjarlægðir

 • Miðbær: 10 min akstur
 • Strönd: 10 min akstur
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Íbúðir
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun