fbpx Melia Dunas Beach Resort & Spa | Vita

Melia Dunas Beach Resort & Spa
5 stars

Vefsíða hótels

Glæsileg hótelsamstæða á mjög góðum stað við Algodoeiro-ströndina í Santa Maria. Veitingastaðir, barir og heilsulind og aðeins nokkrar mínútur með leigubíl í miðbæinn. 

Í hótelinu eru 313 rúmgóðar vistarverur. Hægt er að velja um 40 fermetra herbergi fyrir tvo og svítur með tveimur eða þremur svefnherbergjum. Level-villur eru með þremur eða fimm svefnherbergjum.
Innréttingar eru nútímalegar og stílhreinar, í dökkbrúnum og hvítum með jarðarlitum í áklæði. Flísar eru á gólfum. Loftkæling er stillanleg og alls staðar er sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf, aðstaða til að laga te og kaffi, smábar og þráðlaus nettenging. Á baðherbergjum er baðker og sturta, hárþurrka og baðvörur. Level-villum fylgja baðsloppar og inniskór, Nespresso-kaffivél og ýmis fríðindi. Alls staðar er verönd eða svalir búnar húsgögnum, við villurnar eru svalir og garður með sundlaug.

Veitingastaðir eru nokkrir. Aqua er hlaðborðsstaður með ítölskum og alþjóðlegum réttum, Sahel býður indverska rétti af matseðli, Rancho er grillstaður og Atlantis býður ferskt sjávarfang af hlaðborði. Auk þess er fjöldi bara og kaffihúsa víðs vegar um samstæðuna, með lifandi tónlist og skífuþeyti á kvöldin.

Við hótelið eru 3 sundlaugar, þar af ein fyrir börn. Einnig hafa gestir aðgang að sundlaugum hjá Sol Dunas. Nóg er af sólbekkjum og sólhlífum, einnig á ströndinni fyrir þá sem vilja dýfa tánum í sjóinn.
Starfsfólk sér um afþreyingu fyrir börn og fullorðna frá morgni til kvölds. Á útisviði er söngur, dans og alls kyns sýningar á kvöldin.

Heilsulindin er 1.600 fermetrar og þar er hvíldarhreiður, innilaug, nuddpottur og þurr- og blautgufa. Heilsu- og slökunarmeðferðir af ýmsu tagi eru í boði auk snyrtimeðferða. Líkamsræktaraðstaða er vel tækjum búin og hægt er að fara í jóga og leikfimitíma.

Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er þvotta- og strauþjónusta og bíla- og hjólaleiga.

Melia Dunas er nútímaleg og falleg hótelsamstæða við ströndina í Santa Maria þar sem allt er til alls. Aðeins tekur nokkrar mínútur að komast í miðbæinn með leigubíl og þar eru skemmtilegir veitingastaðir og sölubásar með handverki heimamanna.

Ferðamannaskattur í Cabo Verde er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli. Skatturinn er 2 Evrur á mann á nótt og greiðist við innritun á hóteli.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 15 km
 • Miðbær: Á hóteli og í næsta nágrenni
 • Strönd: Við Algodoeiro-ströndina

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun