Monarque El Rodeo, Marbella
Vefsíða hótels

Monarque El Rodeo hótelið er millistórt og klassískt hótel í hjarta Marbella. Mikið líf er í kringum hótelið, stutt á Venus Beach ströndina, höfnina og skemmtileg græn svæði í kring.
Á hótelinu er hægt að panta einbýli, tveggja, þriggja og fjögurra manna herbergi. Hönnun herbergjanna er björt og þau eru hlýlega innréttuð. Þægindi og gott skipulag einkenna hótelið. Í öllum herbergjum er internet en þar eru líka sjónvarp, skrifborð og lítill ísskápur.
Út frá öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Baðherbergin eru flísalögð en þar eru baðkar með sturtu, hárþurrka og baðvörur.
Á hótelinu er veitingastaður með fjölbreyttum réttum af hlaðborði, heitum og köldum, þannig að þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Einnig er þar að finna gott kaffihús.
Á þaki hótelsins er sundlaug með sólbaðsaðstöðu.
Staðsetning hótelsins er skemmtileg því hún býður bæði upp á nálægð við miðbæ Marbella og lífið í bænum en einnig er stutt að komast að helstu golfvöllum og fleiri áfangastöðum á svæðinu. Bílastæði eru við hótelið og gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. Þar er hægt að slaka á og horfa á sjónvarpið. Vingjarnlegt starfsfólkið er tilbúið til að aðstoða þig við að gera dvölina á hótelinu ógleymanlega.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 50 km
- Strönd: Í göngufjarlægð frá Venus strönd
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Loftkæling: og kynding
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður