fbpx Myramar, Fuengirola | Vita

Myramar, Fuengirola
3 stars

Vefsíða hótels

Myramar er stórt og afar reisulegt hótel í Fuengirola. Hótelið er vel staðsett á Costa del Sol svæðinu og er aðeins í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá hjarta bæjarins.

Á hótelinu eru 229 íbúðir sem skiptast í eins og tveggja herbergja íbúðir. Íbúðirnar eru nokkuð vel skipulagðar, þær eru bjartar, veggir eru hvítmálaðir og ljósar flísar eru á gólfum. Íbúðirnar koma fullbúnar með öllu því helsta sem þarf fyrir notalegt frí við sjávarsíðuna; helstu húsgögnum, loftkælingu, sjónvarpi með gervihnattastöðvum, síma og öryggishólfi. Í öllum íbúðum er lítið eldhús með örbylgjuofni, ísskáp og því helsta sem þarf til matargerðar. Svo eru svalir eða verönd við allar íbúðir. Baðherbergin eru snyrtileg en þau eru flísalögð og þar eru baðkar og sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur. 

Á hótelinu er veitingastaður þar sem hægt er að njóta morgunverðar og kvöldverðar af hlaðborði. Einnig er snarlbar á hótelinu en þar er hægt að panta ljúffenga spænska smárétti og bragða á mat frá svæðinu. Nokkrir barir eru á hótelinu, þar á meðal einn við sundlaugina, svo það þarf ekki að fara úr sólinni til að fá sér kaldan drykk en á sundlaugarbarnum er einnig hægt að fá sér snarl yfir daginn.  

Hótelgarðurinn er rúmgóður, þar er gríðarstór sundlaug og nóg af plássi og sólbekkjum fyrir alla þá sem vilja sleikja sólina í fríinu. Um 10 mín. ganga er að ströndinni. Á hótelinu er góð líkamsræktaraðstaða innanhúss en einnig er íþróttaaðstaða úti og svo er hægt að skella sér í sánu eða panta sér nudd. Á kvöldin eru settar upp sýningar á útisviði í hótelgarðinum. Yfir sumartímann er boðið upp á allskonar skemmtidagskrá og krakkaklúbb fyrir börnin. Einnig er boðið upp á skemmtidagskrá og íþróttaviðburði fyrir fullorðna.

Í heildina er Myramar hótelið snyrtilegt og fjölskylduvænt hótel á góðum stað í Fuengirola. Því er það hentugt fyrir fjölbreytta hópa ferðamanna.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 20 mín
 • Strönd: 15 mín

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Íbúðir

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun