fbpx Neptuno, Roquetas de Mar | Vita

Neptuno, Roquetas de Mar
4 stars

Vefsíða hótels

Hotel Neptuno er snyrtilegt og vel búið hótel á Roquetas de Mar ströndinni í Almería. Hótelið hentar vel fyrir ólíka hópa ferðamanna og er góður kostur fyrir fjölskyldur.

Á hótelinu eru 139 herbergi, öll tveggja manna en svo eru einnig 126 íbúðir á hótelinu og eru þær eins til tveggja herbergja með litlu fullbúnu eldhúsi og stofu með svefnsófa. Íbúðirnar hafa að auki svalir eða verönd. Herbergin eru innréttuð á klassískan hátt með hefðbundnum húsgögnum. Í öllum herbergjum og íbúðum er frítt internet, loftkæling, sjónvarp, ísskápur, sími og öryggishólf. Baðherbergin eru flísalögð með sturtu og helstu snyrtivörum. 

Á hótelinu er rólegur veitingastaður þar sem boðið er upp á fjölbreytta rétti af hlaðborði. Mismunandi er milli daga hvað er í aðalrétt. Skemmtileg kaffihús, veitingastaðir og barir eru í nágrenni við hótelið. Einnig er herbergisþjónusta á hótelinu þannig að hægt er að panta mat til að njóta inni á herberginu. 

Í hótelgarðinum er góð sundlaug og flott aðstaða til sólbaðsiðkunar. Einnig er innisundlaug á hótelinu, aðstaða til líkamsræktar og heitur pottur. Ýmis afþreying er í boði á hótelinu en það er misjafnt eftir árstíðum hvað er í boði. Gestamóttaka er opin allan sólarhringinn og starfsfólk meira en tilbúið til að hjálpa gestum að gera fríið hið ánægjulegasta.

Hotel Neptuno er í heildina góður gistimöguleiki fyrir fríið í Roquetas de Mar. Staðsetning hótelsins er mjög góð en Parque Natural Punta Entinas og helstu kennileiti Roquetas de Mar; Torre de Cerrillos og vitinn, eru í göngufæri frá hótelinu. Einnig er aðeins nokkurra mínútna ganga niður á Playa de Serena, notalega sandströnd þar sem hægt er að flatmaga við sjávarsíðuna eða leika sér í flæðarmálinu.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 30 mín
 • Strönd: 250m
 • Veitingastaðir: Allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Handklæði fyrir hótelgarð: Frítt
 • Nettenging: Frítt Wi-Fi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun