fbpx The Next | Vita

The Next
4 stars

Vefsíða hótels

The Next er fallegt 4 stjörnu hótel rétt við sjóinn. Um 5 mínútna gangur er í miðbæinn. Hótelið er í nútímalegum stíl, gestamóttakan er rúmgóð og fallegur bar er á hótelinu. Morgun- og kvöldverður er borinn fram af hlaðborði. Hótelið leggur mikið uppúr tæknilegum lausnum USB tengi eru á mörgum stöðum til að hlaða tæki og frítt þráðlaust internet er um allt hótelið. Tvær sundlaugar eru á hótelinu, önnur á þakinu, og góð sólbaðsaðstaða.
Herbergin eru rúmgóð og smart, flatskjár er í öllum herbergum, loftkæling, minibar, hárþurrka og öryggishólf. Hægt er að vilja á milli herbergja og stúdíóa, án fæðis, með morgunverði eða hálfu fæði. Studíóin eru með lítilli eldunaraðstöðu og öll herbergin eru með útsýni yfir sjóinn. 

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: 20 mín

Aðstaða

  • Nettenging
  • Sundlaug
  • Líkamsrækt
  • Heilsulind
  • Gestamóttaka
  • Bar
  • Veitingastaður

Vistarverur

  • Herbergi
  • Loftkæling
  • Öryggishólf
  • Sjónvarp

Fæði

  • Hálft fæði, Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun