fbpx NH Capri, Havana

NH Capri, Havana
4 stars

Vefsíða hótels

Gott hótel á frábærum stað í hjarta Havanaborgar. Hin líflega Malecón-strandgata er spölkorn frá hótelinu. Nokkrar mínútur með leigubíl inn í gamla bæinn en mörg helstu kennileiti eru í göngufjarlægð.

Í hótelinu eru 220 nýlega uppgerð, rúmgóð herbergi og svítur sem rúma allt að þrjá. Innréttingar eru einfaldar og smekklegar í hvítum og rauðum, grænum eða gráum litum. Flísar eru á gólfum. Öll nútímaþægindi eru til staðar, eins og stillanleg loftkæling, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf og smábar. Þráðlaus nettenging er gegn gjaldi. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og ókeypis baðvörur. Baðsloppar og inniskór fylgja superior herbergjum og svítum.

Á Anacapri veitingastaðnum er ríkulegt morgunverðarhlaðborð með heitum og köldum réttum og hlaðborð á kvöldin en léttari réttir yfir daginn. Það verður enginn svikinn af því að setjast niður á La Fiorentina á 19. hæðinni og njóta útsýnisins og kúbverskra og ítalskra kræsinga af matseðli. Bar Azul á 17. hæðinni býður upp á ljúffenga drykki og lifandi tónlist og setustofubarinn á jarðhæðinni státar af eigin útfærslu af mojito sem væri ekki úr vegi að bragða á.

Á þakveröndinni er útisundlaug með sólbaðsaðstöðu og ómótstæðilegu útsýni yfir hafið og borgina. Þar er einnig hægt að setjast niður við bar og svala þorstanum.

Líkamsræktaraðstaðan er góð og gestum að kostnaðarlausu, tæki nýleg, og auðvelt að gleyma sér á hlaupabrettinu með útsýnið yfir borgina fyrir augunum. Boðið er upp á handklæði og drykkjarvatn. Þar er einnig gufubað.

Móttakan er opin allan sólarhringinn. Þar er þvotta- og þurrhreinsiþjónusta, töskugeymsla og boðið er upp á gjaldeyrisskipti. Kjörbúð er í kjallaranum með helstu nauðsynjum.

NH Capri er á frábærum stað í miðborg Havana. Örfárra mínútna göngutúr er niður á Malecón-strandgötuna með iðandi mannlífi, veitingastöðum og klúbbum. Gamli miðbærinn og mörg helstu kennileiti eru í göngufæri en þangað er einnig auðvelt að komast á nokkrum mínútum með leigubílum.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 22 km
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Nettenging: Gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun