Palazzo Ricasoli
Vefsíða hótels

Gott hótel í gullfallegri 16. aldar byggingu á rólegum stað í miðbæ Flórens. 10 mínútna gangur er að Dómkirkjunni og önnur kennileiti eru í léttu göngufæri.
Í hótelinu er 101 rúmgóð vistarvera, 20 til 70 fermetrar að stærð. Herbergin rúma frá einum og upp í fjóra einstaklinga. Stúdíó og íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum rúma allt að fjóra. Innréttingar eru smekklegar og þægilegar og stíllinn misjafn eftir vistarverum sem eru búnar loftkælingu og upphitun, síma og flatskjársjónvarpi. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu.
Morgunverður er borinn fram í veitingasal. Þar er einnig bar þar sem hægt er að setjast niður yfir daginn og fram á kvöld og sötra volgan cappuccino eða ljúffengt léttvín. Snarl er einnig í boði á barnum. Á þakveröndinni er hægt að halla sér á bekk og sleikja sólina á milli skoðunarferða um borgina.
Í móttökunni er töskugeymsla, boðið er upp á þvotta-, þurrhreinsi- og strauþjónustu og starfsfólk aðstoðar við miðakaup og að skipuleggja skoðunarferðir um nágrennið.
Palazzo Ricasoli er á rólegum stað í hjarta Flórens, þó að nóg sé af sjarmerandi veitingastöðum og verslunum allt um kring. Fjölmörg listaverk og fornir munir prýða hótelið sem er í gullfallegri 16. aldar byggingu sem eitt sinn var eigu hinnar virtu Ricasoli-fjölskyldu. Einungis tekur um 10 mínútur að rölta að Dómkirkjunni og söfn og helstu kennileiti eru í léttu göngufæri.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 82 km frá flugvellinum í Pisa
- Miðbær: Í miðbænum
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Nettenging
Vistarverur
- Herbergi
- Íbúðir
- Loftkæling
- Sjónvarp
Fæði
- Morgunverður