fbpx Panorama hotel. Útsýni yfir Chania. Útsýni, Thodorou eyja, Krít

Panorama, Galatas
5 stars

Vefsíða hótels

Glæsilegt hótel með allt innifalið sem stendur uppi á höfða í Galatas með óviðjafnanlegu útsýni yfir Chania flóa og Thodorou-eyju. Það þarf að ganga niður brekku að ströndinni, um 100 m. Strætisvagn stoppar fyrir neðan hótelið.

Á öllum herbergjum eru loftkæling, gervihnattasjónvarp, þráðlaust internet, smábar, öryggishólf og svalir með útsýni yfir hafið eða garðinn. Á baðherbergjum eru baðkar með sturtu og hárþurrka.
Herbergin eru með teppi á gólfum. 

Garðurinn er glæsilegur í alla staði með tveimur laugum, góðri sólbaðsaðstöðu og sérstökum svæðum fyrir börnin. Einnig er huggulegt útisvæði fyrir kvöldskemmtanir. 

Heilsulind með saunu og hægt er að fá nudd og ýmsar dekur- og snyrtimeðferðir gegn greiðslu. Vel búin líkamsrækt og flóðlýstur tennisvöllur. Einnig hárgreiðslustofa.

Tveir veitingastaðir, annar þeirra Symposium með morgun- og kvöldverð. Bar með útisvæði þar sem hægt er að sitja og njóta frábærs útsýnisins yfir Chania-flóa. Við sundlaugina er bar með snarl og létta rétti. Lítil verslun.

Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 20 km - u.þ.b. 30 mín akstur
 • Miðbær: 5 km til Chania og 5 km til Platanias
 • Strönd: 100 metrar - fara yfir götu
 • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið
 • Fullt fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun