Park Inn by Radisson Central Tallinn
Vefsíða hótels

Hótelið stendur í hjarta Tallinn aðeins steinsnar frá Gamla bænum og hentar jafnt þeim sem ferðast í viðskiptaerindum og hinum sem eru að frílysta sig. Stutt í verslanir, veitingastaði og niður að höfninni.
Á hótelinu eru 245 rúmgóð herbergi af ýmsum stærðum með öllum nútímaþægindum eins og ókeypis þráðlausri háhraðanettengingu, loftkælingu, sérbaðherbergi, sjónvarpi, síma, hárþurrku og smábar. Tvö herbergi eru sérstaklega fyrir hreyfihamlaða.
Hótelið hýsir hinn notalega veitingastað Café Kompass sem býður upp á ríkulegt morgunverðarhlaðborð, hollan hádegisverð svo sem salat og grillaða og wok-steikta rétti og kvöldverð af matseðli auk úrvals heitra og kaldra drykkja sem bornir eru fram allan daginn. Á Café Kompass kostar ekkert að tengjast netinu þráðlaust og þar er tilvalið að slaka á og horfa á mannlífið fyrir utan gluggann. Vistlegur bar er einnig á hótelinu.
Ráðstefnuaðstaða er ekki af verri endanum. Fundarsalir eru fjórir, vel búnir nýjustu tækjum, og tekur sá stærsti 80 manns. Gott er að slappa af í sánu og nuddpotti hótelsins.
Fjarlægðir
- Miðbær: Í miðbænum
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Hárþurrka
- Loftkæling
- Minibar
- Sjónvarp
Fæði
- Morgunverður