fbpx Parque Santiago, Playa de la Américas eða Ameríska ströndin, Tenerife

Parque Santiago III og IV, Playa de las Américas
3 stars

Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Parque Santiago III og IV:

• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.

Parque Santiago III og IV er gott og eftirsótt íbúðahótel  á líflegum stað við Amerísku ströndina á Tenerife. Þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fjölskyldufólk og ungt fólk á öllum aldri unir sér í frábærum sundlaugargörðum, við ströndina og svo er örstutt að skreppa í búðir á veitingastaðinn eða hvert annað sem hugurinn leitar.

Vart er hægt að hugsa sér betri staðsetningu á hóteli. Verslunarhús, minni verslanir, veitingahús, barir og önnur afþreying er götumegin við hótelið og hinum megin er ströndin. Undir hótelinu er verslunarmiðstöð með mörgum veitingastöðum, m.a. spænskum, ítölskum og kínverskum. Barir, kaffihús og alls konar ferðamannabúðir eru í næsta nágrenni. Þar sem sumar íbúðir hótelsins snúa út að mannlífi aðalgötunnar á Amerísku ströndinni þá verður að gera ráð fyrir því að eitthvert ónæði sé í einhverjum íbúðum.  

Íbúðirnar eru í nokkrum byggingum á Parque Santiago III og IV sem standa hlið við hlið, en gestamóttakan er í Parque Santiago III. 
Hótelið er mjög stórt svo nokkur gangur getur verið frá gestamóttöku að íbúðum. Ekki eru lyftur í öllum byggingum.

Sundlaugar og fyrirtaks sólabaðsaðstaða, með sólbekkjum sem ekki þarf að greiða fyrir eru við báðar byggingarnar en gestir geta nýtt sér garðana við báðar byggingar óháð því hvar gist er.
Glæsilegt leiksvæði fyrir börn með barnalaug og rennibrautum og er barnaleikvöllur fyrir yngstu kynslóðina. Stór og glæsileg líkamsrækt er einnig á svæðinu.

Hægt er að velja um stúdíóíbúðir, íbúðir með einu svefnherbergi og stofu eða íbúðir með tveimur svefnherbergjum og stofu. Í öllum herbergjum er eldhúskrókur eða eldhús, stofa, gervihnattasjónvarp, sími, öryggishólf og svalir. Hægt að leigja örbylgjuofn og DVD spilara í gestamóttöku. Vifta er í íbúðunum og er hún staðsett í stofunni en þær eru ekki loftkældar.
Íbúðir með tveimur svefnherbergjum eru sumar þannig að annað svefnherbergið er á efri hæð en þá er ekki hurð sem lokar það af frá neðri hæðinni.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 19 km
 • Miðbær: Er í miðbænum
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Nettenging: Frítt í gestamóttöku. Engin tenging í vistarverum
 • Íbúðir: Stúdíóíbúðir, íbúð með einu svefnherbergi og stofu og íbúðir með tveimur svefnherbergjum og stofu.
 • Lyfta: Ekki í öllum byggingum.

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun