Primavera Park
Vefsíða hótels
Primavera Park er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel, sannkölluð vin í hjarta Benidorm sem býður upp á alla helstu þjónustu og aðstöðu eins og hún gerist best, steinsnar frá gamla bænum og aðeins nokkra metra frá ströndinni.
Hótelið er nýuppgert með yfir 200 herbergjum af ýmsum stærðum og gerðum á sautján hæðum. Þar má finna vel útbúinn sundlaugargarð með notalegri sólbaðsaðstöðu og hengirúmum, veitingastað þar sem boðið er upp á fjölbreyttan matseðil og fyrsta flokks morgunmat og þrjá bari, þ.á.m. kokteilbarinn Selvático á þaki hótelsins þar sem einnig er sundlaug með frábæru útsýni. Þar er tilvalið að njóta sólsetursins eftir langan dag á ströndinni. Einnig er á hótelinu líkamsræktaraðstaða og bílastæðahús með hleðslustæðum fyrir rafskutlur. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er lögð áhersla á góða þjónustu og upplýsingagjöf.
Herbergin eru fallega stílhrein en notaleg. Parket á gólfum, loftkæling, sjónvarp, þráðlaust internet, setuaðstaða, sólríkar svalir með tilkomumiklu útsýni á efri hæðum og baðherbergi með regnsturtu, hárþurrku og helstu snyrtivörum. Um er að ræða björt herbergi með öllum helstu þægindum þar sem gestir geta látið líða úr sér á milli ævintýra. Sannkallað heimili að heiman á besta stað í bænum.
Hótelið er staðsett á frábærum stað í Benidorm eða við hliðina á ráðhúsinu og Aigüera-garðinum. Stutt er í alla þjónustu, veitingastaði og verslanir og aðeins örfárra mínútna gangur í gamla bæinn og á Levante ströndina.
Aðstaða
- Sturta
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Handklæði fyrir hótelgarð
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði