Red hotel
Vefsíða hótels

Red hotel Marrakesh er lítið og indælt hótel sem staðsett er rétt við lestarstöðina. Skemmtileg staðsetning og hótel sem hentar þörfum ólíkra ferðamanna sem koma að heimsækja þessa skemmtilegu borg.
Á hótelinu eru 71 herbergi sem skiptast í einstaklingsherbergi og tveggja til þriggja manna herbergi. Herbergin eru rúmgóð og fallega innréttuð í marokkóskum stíl með húsgögnum úr dökkum við. Veggirnir eru að mestu ljósmálaðir en rauði liturinn sem hótelið kennir sig við er aldrei langt undan. Flísar eru á gólfum. Í öllum herbergjum er loftkæling, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, skrifborð, frítt Internet, sími og öryggishólf.
Einnig eru svalir á öllum herbergjum og sameiginleg eldunaraðstaða er til staðar fyrir gesti. Baðherbergin eru mjög snyrtileg. Þau eru flísalögð með sturtu, hárþurrku og helstu snyrtivörum.
Á hótelinu er hægt að njóta morgunverðar af hlaðborði og velja um hvort setið er innandyra eða úti á veröndinni. Einnig er veitingastaður á hótelinu þar sem boðið er upp á ítalska og alþjóðlega rétti.
Kaffihús og bar er einnig á staðnum þar sem hægt er að fá sér drykki, grillrétti og snarl. Í næsta nágrenni við hótelið eru einnig góðir veitingastaðir.
Í hótelgarðinum er sundlaug og aðstaða til sólbaðsiðkunar. Heilsulind er staðsett á hótelinu þar sem er meðal annars hægt að fara í tyrkneskt bað eða panta nudd. Einnig er aðstaða til líkamsræktar á hótelinu. Á hótelinu er líka snyrtistofa og hárgreiðslustofa þar sem panta má meðferðir. Þar er einnig keilusalur og dansklúbbur.
Á Red Hotel Marrakesh er því allt það helsta sem þarf til að gera dvöl í borginni sem besta. Það er stutt frá flugvellinum og helstu samgöngum en þó aðeins í um tveggja kílómetra fjarlægð frá miðbænum.
Í næsta nágrenni eru verslanir og stutt er í söfn og menningarminjar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 5.7 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður