fbpx Roca Esmeralda, gott hótel í Calpe

Roca Esmeralda, Calpe
3 stars

Vefsíða hótels

Roca Esmeralda AR hótela er þriggja stjörnu hótel á besta stað við Levante ströndina í Calpe og í göngufæri við aðal bæjarkjarnann þar sem er að finna fjölda veitingastaða og verslana.
Skemmtilegt hótel sem hefur lengi verið vinsælt.

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Roca Esmeralda í eigu AR hótela

Herbergin eru björt og notaleg og í þeim öllum eru þráðlaust internet, gervihnattasjónvarp, loftkæling, ísskápur, öryggishólf, skrifborð, hárþurrka og svalir.

Í sundlaugargarðinum eru þrjár laugar, þar af ein fyrir börn. Einnig er barnaklúbbur.

Í heilsulindinni eru í boði margskonar heilsu- og vellíðunarmeðferðir, Upphituð innilaug, nuddpottur og sauna auk líkamsræktaraðstöðu. Hægt er að leika tennis og minigolf og í leikherbergi er m.a. hægt að leika billjarð og borðtennis.

Veitingastaðirnir eru tveir, báðir með áherslu á spænska rétti, annar með hlaðborð, en hinn, Los Naranjos, er með grillrétti. Auk þess er þar bar/kaffihús, sundlaugarbar og fjöldi spennandi staða í næsta nágrenni.

Yfir sumarmánuðina (júní - ágúst) er skemmtidagskrá á kvöldin.

Góð heilsulind fyrir þá sem vilja slaka á og líkamsrækt fyrir þá sem vilja taka á.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 80 km
 • Strönd: 200 m
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun