Roca Esmeralda, Calpe
Vefsíða hótels

Roca Esmeralda AR hótela er þriggja stjörnu hótel á besta stað við Levante ströndina í Calpe og í göngufæri við aðal bæjarkjarnann þar sem er að finna fjölda veitingastaða og verslana.
Skemmtilegt hótel sem hefur lengi verið vinsælt.
Herbergin eru björt og notaleg og í þeim öllum eru þráðlaust internet, gervihnattasjónvarp, loftkæling, ísskápur, öryggishólf, skrifborð, hárþurrka og svalir.
Í sundlaugargarðinum eru þrjár laugar, þar af ein fyrir börn. Einnig er barnaklúbbur.
Í heilsulindinni eru í boði margskonar heilsu- og vellíðunarmeðferðir, Upphituð innilaug, nuddpottur og sauna auk líkamsræktaraðstöðu. Hægt er að leika tennis og minigolf og í leikherbergi er m.a. hægt að leika billjarð og borðtennis.
Veitingastaðirnir eru tveir, báðir með áherslu á spænska rétti, annar með hlaðborð, en hinn, Los Naranjos, er með grillrétti. Auk þess er þar bar/kaffihús, sundlaugarbar og fjöldi spennandi staða í næsta nágrenni.
Yfir sumarmánuðina (júní - ágúst) er skemmtidagskrá á kvöldin.
Góð heilsulind fyrir þá sem vilja slaka á og líkamsrækt fyrir þá sem vilja taka á.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 80 km
- Strönd: 200 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður