Senator Gran Via 21
Vefsíða hótels
Ágætt 136 herbergja hótel í hjarta borgarinnar. Stendur við Callao torgið á aðal verslunargötu borgarinnar Gran Via. Í hótelbyggingunni er kaffihús og allt um kring eru verslanir (t.d. tvö stór H&M verslunarhús), veitingastaðir og kaffihús. Frá Gran Via eru göngugötur með fjölda verslana og vöruhúsa. Stutt er að ganga á torgin „Plaza Espana“ og „Plaza Mayor“.
Gestamóttakan er lítil og einungis nokkrir stólar, en á 2. hæð eru sófar. Á hótelinu er fallegur morgunverðarsalur, en hvorki veitingastaður né bar, enda nóg af stöðum allt um kring og kaffihús í sömu byggingu.
Herbergi eru meðalstór, öll með parketgólfi. Þau eru öll loftkæld (upphituð) og með síma, sjónvarp i með flatskjá, öryggishólfi , geislaspilara, hraðsuðukatli (te- og kaffi) og hárþurrku. Á smábarnum er vatn og gos, sem er innifalið í verði. Frítt, þráðlaust net er á öllu hótelinu. Klakavél er á 2., 4. Og 6. hæð.
Hótelið hentar einstaklingum betur en hópum þar sem sameiginlega aðstaða er lítil.
Hótel Senator Gran Via 21 og Gran Via 70 eru systurhótel og um 10 mínútna gangur á milli þeirra.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 11 km
- Miðbær: Í miðborginni
- Veitingastaðir: Í næsta nágrenni
Aðstaða
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Nettenging: Án endurgjalds
Vistarverur
- Hárþurrka
- Kaffivél
- Loftkæling
- Minibar
- Sjónvarp
- Öryggishólf
Fæði
- Morgunverður