fbpx SPA Porta Maris by Melia, Alicante | Vita

SPA Porta Maris by Melia, Alicante
4 stars

Vefsíða hótels

Hótel Spa Porta Maris er fjögurra stjörnu hótel staðsett á einum besta stað borgarinnar. Ströndin er alveg við hótelið en jafnframt er stutt að ganga að miðbænum og í gamla bæinn. Veitingastaðir og verslanir má finna allt um kring. 

Hótelið stendur við hliðina á Suites del Mar og tilheyra þau sömu hótelkeðjunni. Sameiginleg móttaka og ýmis önnur þjónusta er fyrir bæði hótelin, en þó er ekki allt sameiginlegt.

Aðstaðan á hótelinu er mjög góð og margt sem stendur til boða, sem dæmi er tilvalið að fá sér hressingu á veitingastaðnum Luz de Mar og njóta um leið útsýnisins yfir smábátahöfnina en á staðnum er m.a. boðið upp á tapasrétti sem margir þekkja og elska. Annar veitingastaður er á hótelinu sem heitir Marabierta og er opinn á kvöldin. Þarna er einnig bar og móttaka sem opin er allan sólarhringinn. Heilsulind og líkamsrækt er staðsett rétt hjá hótelinu og stendur hótelgestum til boða gegn aukagjaldi.

Herbergin á hótelinu eru annað hvort með útsýni yfir höfnina eða sjávarsýn. Öll eru þau með sjónvarpi, síma, öryggishólfi, minibar, hárþurrku, te- eða kaffivél og helstu snyrtivörum. 

Dásamlegt útsýni og litríkt mannlíf má finna allt um kring á þessu vel staðsetta hóteli þar sem flest allt er í göngufjarlægð. Uppi á hæðinni fyrir ofan blasir svo kastalinn við í öllu sínu veldi og setur fallegan svip á borgina.

Fjarlægðir

  • Miðbær: Í göngufæri - 5 mínútur
  • Strönd: Rétt hjá
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
  • Flugvöllur: 13 km.

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Aðgengi fyrir fatlaða
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Handklæði fyrir hótelgarð
  • Nettenging
  • Heilsulind: Já, gegn gjaldi
  • Líkamsrækt: Já, gegn gjaldi

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Kaffivél
  • Verönd/svalir
  • Minibar
  • Hárþurrka

Fæði

  • Hálft fæði
  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun