fbpx Sun Beach, Santa Ponsa | Vita

Sun Beach, Santa Ponsa
3 stars

Vefsíða hótels

Einfalt og nútímalegt íbúðahótel, rétt við fallegu ströndina í Santa Ponsa. Stutt í alla þjónustu og iðandi mannlíf með verslunum, veitingastöðum og börum í götunum í kring. 

Í hótelinu eru 100 þrifalegar vistarverur, sem skiptast í stúdíó sem rúma allt að þrjá og íbúðir sem rúma allt að fjóra. Innréttingar eru stílhreinar og nútímalegar, í ljósum við og björtum litum. Flísar eru á gólfum. Loftkæling, sími og flatskjársjónvarp með gervihnattarásum er alls staðar, öryggishólf er gegn gjaldi. Eldhúskrókur er búinn ísskáp, helluborði, örbylgjuofni, kaffivél og hraðsuðukatli og helstu nauðsynlegum áhöldum til matargerðar auk borðbúnaðar. Á baðherbergjum er baðker eða sturta, handklæði og hárþurrka. Við margar íbúðirnar er verönd eða svalir, búnar húsgögnum. Þráðlaus nettenging er á hótelinu öllu, gegn gjaldi.

Í hótelgarðinum er sundlaug með ágætri sólbaðsaðstöðu, sólbekkjum og sólhlífum og þaðan er fallegt útsýni yfir hafið. Á sundlaugarbarnum er hægt að gæða sér á léttum réttum og að sjálfsögðu svalandi drykkjum af öllum gerðum auk þess sem kaffið er ekki af verri endanum. Þá er drykkjasjálfsali í hótelinu.

Þeir sem hafa áhyggjur af of mikilli slökun í fríinu geta viðhaldið vöðvamassanum í líkamsræktaraðstöðunni á hótelinu.

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er boðið upp á þvottaþjónustu, aðstoð við miðakaup, bílaleigu og skipulagningu skoðunarferða.

Sun Beach er á frábærum stað aðeins 70 metrum frá ströndinni í Santa Ponsa. Nóg er af veitingastöðum, verslunum og börum í götunum í kring og því stutt í líf og fjör fyrir þá sem það kjósa. Stutt er í afþreyingu af öllu tagi, vatnasport, skemmtigarða, golfvelli og fleira. Leigubíla- og strætóstopp er beint á móti hótelinu og því auðvelt að kíkja til dæmis til höfuðborgarinnar Palma.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 22 km
 • Strönd: 70 m frá strönd
 • Veitingastaðir: Allt um kring
 • Miðbær: Um 22 km til Palma

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Nettenging: Gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi
 • Verönd/svalir: Við margar íbúðir

Fæði

 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun