Symphony of the Seas
Vefsíða hótels

Symphony of the Seas er nýjasta og það allra stærsta í flotanum og fór í sína fyrstu ferð 31. Mars 2018. Symphony er 228000 tonn,361meter að lengd og 47meter að breidd. Skipið er mikill ævintýraheimur. Í miðju skipinu er lystigarðinn "Central Park", "The Boardwak", sem er opið afturþilfar með líflegri stemmningu, klifurveggjum og aftast er hið ótrúlega vatnaleikhús þar sem dýfingameistarar og sundfólk sýnir listir á heimsmælikvarða. Göndugatan eða Grand Promenade er yndisleg gata með verslunum, kaffihúsi, pizzastað og börum. Frábær gata þar sem alltaf er líf og fjör. Í þessu ótrúlega skipi eru 25 veitingastaðir allt frá Pylsubar og í mjög fína veitingastaði, fyrir utan mikið af börum og öðrum skemmtistöðum. Skipið tekur allt að 6680 farþega og er með 2200 manns í áhöfn sem stjana við farþegana allan sólarhringinn. Ævintýralegt sundlaugarsvæðið með laugum, heitum pottum og rennibrautum auk þess rólegra sólaríum fremst á skipinu.
Klefar eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, sjónvarpi með flatskjá, ísskáp eða smábar - eftir vali, hárþurrku, snyrtiborði og öryggishólfi. Baðherbergi með sturtu og snyrtivörum. Herbergisþjónusta allan sólarhringinn.
Fjarlægðir
- Veitingastaðir: Um borð
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Herbergi: Klefar með svölum eru á efri þilförum frá 6. - 12. og snúa út á haf og klefar án svala á 3. - 11. þilfari.
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
- Verönd/svalir: í ákveðnum verðflokki, sjá verð og innifalið
Fæði
- Fullt fæði