THB Royal, Playa Blanca
Vefsíða hótels

THB hótelið er frábært fjölskylduhótel við Playa Blanca á Lanzarote. Hér er allt til alls fyrir gott fjölskyldufrí í sólinni.
Á hótelinu eru 200 herbergi sem skiptast í tveggja manna herbergi og litlar svítur sem henta fyrir tvo fullorðna og tvö börn. Herbergin eru rúmgóð og nútímaleg, snyrtileg og afar björt enda eru veggir og helstu húsgögn í hvítum eða ljósum litum. Ljósar flísar eru á gólfum. Út frá öllum herbergjum eru svalir eða verönd með útihúsgögnum. Á öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, sjónvarp, lítill ísskápur, ketill, sími og öryggishólf. Baðherbergin eru mjög snyrtileg en þar eru sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu er veitingastaður sem býður upp á alþjóðlega rétti sem og rétti frá Kanaríeyjum. Í hótelgarðinum er bar sem býður upp á kalda og svalandi drykki og snarl til að njóta í garðinum. Stutt er í þorpið þar sem eru veitingastaðir og barir. Einnig er lítil verslun á hótelinu.
Hótelgarðurinn er stór og snyrtilegur með sundlaug og sérstakri barnalaug. Svæðið hentar vel til þess að slaka á eða skemmta sér með fjölskyldu eða vinum. Nóg er af sólbekkjum og sólhlífum í garðinum.
Skemmtanateymi heldur utan um dagskrá fyrir gesti á öllum aldri, frá morgni til kvölds svo allir ættu að geta fundið sér eitthvað skemmtilegt að gera. Krakkaklúbbur er starfræktur á hótelinu, með skemmtileg leiksvæði innan- og utandyra svo ýmislegt er við að vera fyrir þau yngstu. Unglingaklúbbur er einnig starfræktur og fjölskylduskemmtanir eru haldnar á kvöldin. Á hótelinu er vel búin líkamsræktaraðstaða, skvass-, tennis-, blak- og petanquevöllur ásamt fótboltasvæði. Einnig er hægt að fara í sauna eða panta nudd eða aðrar heilsu- og snyrtimeðferðir.
Í heildina er THB Royal frábært hótel á þessum rólega áfangastað, stutt frá Playa Blanca ströndinni og kristalstæru hafinu. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er hægt að fá góða aðstoð við að gera fríið á Lanzarote ógleymanlegt.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 28 km
- Strönd: 650 m í playa Dorada
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Heilsulind: Hægt að fara í sauna og panta nudd eða aðrar heilsu-og snyrtimeðferðir.
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður