Vila Galé Cerro Alagoa, Albufeira
Vefsíða hótels
![4 stars](/sites/vita.is/themes/vita_theme/images/stars.png)
Fallegt og vel staðsett hótel með góðri aðstöðu. Stutt frá strönd og miðbænum.
Herbergin eru parketlögð með smekklegum innréttingum.
Fyrirtaks sundlaugar eru við hótelið, bæði köld útilaug til að kæla sig niður í hitanum og upphituð innilaug. Allt hótelið er snyrtilegt og rólegheitin eru í fyrirrúmi.
Morgunmaturinn er góður, þar er gott úrval ávaxta og brauðmetis auk hefðbundins morgunmatar.
Ströndin er stutt frá hótelinu (10 mínútna göngufjarlægð) þar sem auðvelt er að slappa af. Að sama skapi er stutt í miðbæinn, þar sem hægt er að velja úr mörgum veitingastöðum, krám, kaffihúsum og skemmtistöðum.
Vila Galé Cerro Alagoa er fallegt og gott hótel á besta stað á Albufeira.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 45 km
- Miðbær: 900 m
- Strönd: 900 m
- Veitingastaðir: 100 m
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður