Radisson blu Gdansk
Vefsíða hótels

Glæsilegt og flott hótel í miðbæ þessarar sögufrægu borgar við strendur Eystrasaltsins. Að utan passar hótelið fullkomlega við borgarmyndina en að innan er það hannað með öll nútímaþægindi í huga.
Á hótelinu eru 134 fallega hönnuð herbergi sem skiptast í einstaklingsherbergi, herbergi fyrir tvo til þrjá einstaklinga, fjölskylduherbergi og svítur. Herbergin eru snyrtileg og rúmgóð, stíllinn er bjartur og fallegt teppi er á gólfum. Í hverju herbergi er loftkæling, gott öryggishólf og frítt internet, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum og míníbar. Baðherbergið er rúmgott og með sturtu og baði, flísalagt og hótelið býður upp á snyrtivörur.
Byrjaðu daginn á því að fá þér afslappaðan morgunverð af girnilegu hlaðborði með fjölbreyttum réttum. Í hádeginu og á kvöldin geta gestir snætt pólska, franska eða alþjóðlega rétti á veitingastað hótelsins, Verres en Vers. Þar er gott úrval af vínum. Einnig er hægt að panta mat upp á herbergið. Sure bar er staðsettur við hlið veitingastaðarins svo það er góður kostur að fá sér drykki fyrir eða eftir mat þar. Einnig er hægt að panta léttar máltíðir á barnum.
Á hótelinu er líkamsræktarstöð þar sem gestir geta tekið vel á því og slakað svo á í gufubaði. Ef förinni er heitið út af hótelinu getur starfsfólkið aðstoðað við að plana ferðir eða vísað veginn í átt að galleríum, búðum, veitingahúsum eða áhugaverðum kennileitum í heillandi miðbæ Gdansk. Allt þetta er í göngufæri við hótelið en ef gestir ákveða að leigja bíl til að kanna svæðin í kring þá geta þeir fengið afnot af stæðum í bílakjallara hótelsins.
Radisson Blu hótelið er frábær kostur í Gdansk. Góð staðsetning, snyrtilegt hótel og allt sem þarf til að gera borgarferðina þína stórkostlega.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 17 km
- Miðbær: Í hjarta Gdansk
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður