fbpx Novotel Krakow Centrum | Vita

Novotel Krakow Centrum
4 stars

Vefsíða hótels

Vinalegt og líflegt hótel í hjarta Krakow. Flott og skemmtileg hönnun. Hentar fjölskyldum sem og einstaklingum eða pörum. 
Veitingastaður og bar á hótelinu. Verslanir, veitingastaðir og mörg helstu kennileiti borgarinnar í næsta nágrenni.

Herbergin eru rúmgóð, frá 25 fermetrum, og ætluð frá tveimur fullorðnum upp í tvo fullorðna og tvö börn. Innréttingar eru smekklegar, ljósar og bjartar. Teppi á gólfum.
Standard herbergin eru með nettengingu, sjónvarpi, loftkælingu og upphitun, kaffivél, hraðsuðukatli og öryggishólfi. Baðherbergi eru með hárþurrku og baðvörum. 

Heilsulindin er með lítilli sundlaug og heitum potti. Þar er einnig líkamsræktaraðstaða. 

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og einnig hægt að innrita sig á vefsíðu.
Frábær staðsetning nálægt Vistula Boulevards og einnig er auðvelt að taka lest, t.d í gamla bæinn, eða ganga.

Gott hótel á frábærum stað. 

Fjarlægðir

  • Miðbær: nálægt Vistula Boulevards
  • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

  • Veitingastaður
  • Aðgengi fyrir fatlaða
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Herbergi
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Loftkæling
  • Kaffivél
  • Hárþurrka

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun