Reina Isabel, Las Palmas
Vefsíða hótels

Hótel Ísabellu drottningar stendur við rólega götu í viðskiptahverfi Las Palmas á Gran Canaria, alveg við hina fögru Las Canteras-strönd þar sem eru sólbekkir og sólhlífar í eigu hótelsins. Betri staðsetning er vandfundin.
Á hótelinu eru 224 þægileg eins, tveggja og þriggja manna herbergi búin kapal- og gervihnattasjónvarpi (flatskjá), öryggishólfi, ísskáp, smábar, síma, loftkælingu, te- og kaffigræjum og aðgangur að neti er ókeypis. Á baðherbergi er hárþurrka.
Almenningssvæði á hótelinu eru nýlega endurnýjuð og búin nútíma þægindum.
Á Roma-veitingastað hótelsins er boðið upp á morgunverð og kvöldverð af hlaðborði. La Prilla er annar veitingastaður á hótelinu og þar er boðið upp á blöndu af asískum og perúskum réttum af matseðli frá mánudegi til laugardags. Fiesta-barinn við sundlaugarbakkann framreiðir svalandi drykki og snarl og á La Marina-veröndinni er hægt að fá sér kaffibolla og njóta útsýnis yfir Las Canteras-göngusvæðið.
Að sjálfsögðu er sundlaug á þaki hótelsins þar sem er nuddpottur, sána, tyrkneskt bað og líkamsræktaraðstaða. Aðgengi er gott fyrir fatlaða og lyfta er á hótelinu.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 28 km
- Miðbær: 1 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
- Strönd: Við strönd
Aðstaða
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Sundlaug
- Veitingastaður
Vistarverur
- Hárþurrka
- Verönd/svalir
- Kaffivél
- Loftkæling
- Minibar
- Sjónvarp
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður