Einar Lyng 4.-18. nóv
Fararstjóri
Einar hóf störf hjá golfdeild Peters Salmon árið 2000 og hefur séð um margar ferðir frá þeim tíma, meðal annars til Portúgals, Spánar, Írlands og Thailands. Einar útskrifaðist sem PGA golfkennari vorið 2009 og er með 3 í forgjöf.
Einar hefur haft golf sem sitt aðal áhugamál í tíu ár en síðustu tvö ár hefur hann haft golfkennslu, fararstjórn og önnur störf tengd íþróttinni sem sína megin atvinnu. Einar keppti mikið á skíðum á sínum yngri árum en fékk golfbakteríuna árið 1996 þegar hann starfaði á vinnustað þar sem var mikill og almennur áhugi var á golfi. Einar var einn af brautryðjendum landsins í umfjöllun á golfi í útvarpi og var hann meðal annars með vikulega þætti á sumrin með Þorsteini Hallgrímssyni, ásamt því að vera einn með þætti í nokkur ár.