fbpx Ancora - La Siesta Apartments | Vita

Áncora Salou La Siesta Apartments
3 stars

Vefsíða hótels

Áncora - La Siesta apartments er skemmtilegt íbúðahótel staðsett í um 400m fjarlægð frá stönd og við La Siesta Resort & Camping. Á hótelinu eru íbúðir með einu og tveimur svefnherbergjum. Sundlaugargarðurinn við hótelið er ekki mjög stór en með lítilli sundlaug og sólbekkjum. Einnig er lítil barnalaug í garðinum. Veitingastaðurinn á hótelinu heitir La Taberna og býður uppá miðjarðarhafsrétti af matseðli. Morgunverðarhlaðborð er borið fram á La Siesta Salou Resort & Camping, sem er í ca 2 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.

Gestir geta notað alla aðstöðu í sundlaugargarðinum á La Siesta Campsite. Þar er stór og gróðurmikill garður með sundlaugum og sólbekkum ásamt sundlaugarbar.

Íbúðirnar eru í miðjarðarhafsstíl og nýlega uppgerðar. Þær eru ýmist með einu eða tveimur svefnherbergjum og svefnsófa í stofu. Sjónvarp og öryggishólf. Eldhúsið er vel útbúið með öllum helstu tækjum, kaffivél, ísskáp, eldavél og örbygjuofni. Loftkæling er í öllum íbúðum. Baðherbergin eru með sturtu. Handklæði og lín er innifalið í verði, en skipt er á handklæðum á 7 daga fresti.

Aðstaða

  • Gestamóttaka
  • Barnasundlaug
  • Veitingastaður
  • Sundlaug

Vistarverur

  • Þráðlaust net
  • Te- eða kaffiaðstaða
  • Íbúðir
  • Ísskápur
  • Loftkæling
  • Öryggishólf
  • Sjónvarp

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun