Sentido Punta del Mar, Santa Ponsa
Vefsíða hótels

Fallegt hótel, eingöngu fyrir fullorðna (17 ára og eldri) og stendur á friðsælum höfða í Santa Ponsa þar sem unaðslegt útsýni er yfir sjóinn. Hótel fyrir rómantísk pör á öllum aldri.
Í hótelinu eru 186 herbergi sem rúma allt að þrjá fullorðna. Herbergin er ljós, björt og þægileg með parketi á gólfum. Öll eru búin loftkælingu, sjónvarpi, litlum kæliskáp og öryggishólfi (gegn gjaldi). Þráðlaus netaðgangur er alls staðar í hótelinu og þarf ekki að borga sérstaklega. Í baðherbergi er sturtuklefi og hárþurrka fylgir. Svalir eða verönd er á öllum herbergjum og þaðan er falleg sjávarsýn.
Í Sentido Punta er bæði hlaðborðsveitingastaður með verönd utandyra þar sem boðið er upp á morgunverð, hádegismat og kvöldverð og annar þar sem hægt er að panta sérrétti af matseðli. Bar er á jarðhæð, opinn frá morgni til hálf tólf á kvöldin og auk drykkja er einnig hægt að fá alls konar snarl. Á fimmtu hæð er „Blái barinn“, opinn frá hálf fjögur á daginn til hálf tólf á kvöldin. Þaðan er afbragðs útsýni yfir sjóinn.
Á Sentido Punta del Mar eru tvær útisundlaugar, hvor á sínum palli, og í kring er góð sólbaðsaðstaða með bekkjum og sólhlífum. Hægt er að fara í sjóinn af klettum við hótelið en sandströnd er engin. Nokkrum sinnum í viku er boðið upp á kvöldskemmtanir og tónlist í hóteli
Lítill líkamsræktarsalur er í hótelinu og heilsulind með innilaug, sána, tyrknesku baði og nuddpotti. Aðgangur er að billjardborðum og borðtennisborðum. Reiðhjólaleiga er á staðnum.
15 mínútna ganga er í miðbæ Santa Ponsa, en þar er ýmislegt við að vera fyrir þá sem vilja líta aðeins uppúr sólbaðinu, s.s. verslanir og veitingahús. Á ströndinni í innan við kílómetera fjarlægð frá hótelinu er hægt að komast í sjósport af ýmsu tagi, seglbretti, kajakróður, snorkuköfun og margt fleira. Ekki þarf að fara nema þrjá kílómetra til að komast á golfvöll.
Og svo er það Palma. Þangað eru ekki nema um 20 km frá Santa Ponsa og er borgin heillandi blanda gamalla tíma og nýrra, með söfnum, minnismerkjum, verslunum, kaffi- og veitingahúsum og næturklúbbum.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 33 km
- Miðbær: 25 km í miðbæ Palma
- Strönd: 1 km
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
- Herbergi: Eru öll með sjávarsýn
Vistarverur
- Hárþurrka
- Verönd/svalir
- Loftkæling
- Minibar
- Sjónvarp
- Öryggishólf
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði