Von Stackelberg Hotel Tallinn
Vefsíða hótels

Gott hótel í fallegu 140 ára gömlu nýlega uppgerðu húsi Baróns Von Stackelberg. Stendur á mörkum nýja og gamla bæjarins og fjöldi skoðunarverðra staða í auðveldu göngufæri
Öll herbergi eru björt og rúmgóð á þeim öllum eru loftkæling, gervihnattasjónvarp, þráðlaust internet, öryggishólf, smábar og hárþurrka. Heilsulindin Zen Spa er lítil en þar er veitt góð og persónuleg þjónusta. Þar eru meðferðarherbergi, sauna og sundlaug. Hægt er að fá margs kyns heilsu-, snyrti- og vellíðunarmeðferðir. Á hótelinu eru nokkrir veitingastaðir: La Boheme Brasserie & Bar er í kjallara hótelsins og þar er áherslan á franska rétti. Kaval Ants Farm býður hefðbundinn eistneskan mat og andrúmsloft. Í von Stackelberg Lounge er hægt að fá heita og kalda drykki og létta rétti.
Hótelið er í mjög heillandi nýlega uppgerðu húsi sem hinn þýski Barón Theophil von Stackelberg lét reisa fyrir 140 árum. Það stendur við Toompea hæð og Toompea kastalann og Alexander Nevskí dómkirkjuna, skammt frá gamla miðbænum og fjölda ferðamannastaða.
Fjarlægðir
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Nettenging
Vistarverur
- Hárþurrka
- Kaffivél
- Loftkæling
- Minibar
- Sjónvarp
- Öryggishólf
Fæði
- Morgunverður