Sögufrægt torg
Það er eitthvað við það að versla á torginu, enda sögufrægt torg þar sem almúgamenn og höfðingjar hafa í gegnum aldirnar nuddað saman nefjum og keypt í matinn. Við mælum með að þið farið þangað og verslið fyrir heimferðina, það er ekkert betra en að koma heim með góðan parmesan ost, bragðgóða skinku , ilmandi krydd, ferskan aspas, ævintýralegt pasta og svo eru reyndar skemmtilegar skóbúðir sem ættu að kæta einhvern! Fyrir bakkelsis unnendur er skilda að koma við í bakaríinu Forno Campo de ´fiori við hliðina á veitingastaðnum La Carbonara, þetta bakarí er algjörlega guðdómlegt, og hefur verið á þessum stað síðan 1970. Það gæti verið góð hugmynd að kveðja Róm með því að standa þolinmóður í röð með öðrum ítölum og kaupa sér sætabrauð og borða á torginu meðan mannlífið er skoðað og við lofum okkur því að koma aftur til Rómar.