Guðrún Bergmann
Fararstjóri
Guðrún Bergmann er víðfölull og reynslumikill ferðalangur og hefur starfað sem fararstjóri í ferðum til fjarlægra landa allt frá árinu 2005. Hún hefur leitt ferðir til Egyptalands, Suður-Afríku, Ástralíu, Singapore, Nýja-Sjálands, Perú, Bólivíu, Bandaríkjanna og Kína og starfað sem staðarfararstjóri í Tyrklandi og á Tenerife. Sjálf hefur hún ferðast til tæplega 50 landa og 34 ríkja Bandaríkjanna og er alltaf tilbúin til að pakka í ferðatöskuna og leggja af stað á vit nýrra ævintýra.
Um tólf ára skeið rak hún hótel sitt, Hótel Hellnar, þar til hún seldi það árið 2010. Auk starfa í ferðaþjónustu hefur Guðrún skrifað fjölda sjálfsræktarbóka og greina um náttúrulegar leiðir til aukins heilbrigðis og er lærður jógakennari. Hún hefur haldið námskeið og fyrirlestra um heilsumál í meira en 25 ár. Árið 2002 lauk Guðrún námi í ferðamálafræðum frá HÍ.