IFA Buenaventura, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Gott hótel á frábærum stað á Ensku ströndinni, stutt í er iðandi mannlífið í miðbænum, 300 metrar í næstu verslunar- og afþreyingarmiðstöð og nokkurra mínútna gangur á ströndina.
Í hótelinu eru 664 rúmgóðar vistarverur. Herbergin eru 42 fermetrar og rúma tvo til þrjá fullorðna eða tvo fullorðna og tvö börn. Innréttingar eru einfaldar og þægilegar, í ljósum við og basti. Flísar eru á gólfum. Öll herbergin eru búin sjónvarpi með gervihnattarásum og síma. Öryggishólf og þráðlaus nettenging fæst gegn gjaldi. Hárþurrka er á baðherbergjum. Við öll herbergin eru svalir með húsgögnum, útsýni er ýmist yfir sundlaugargarðinn eða út á hafið.
Hlaðborðsveitingastaðirnir eru tveir, á La Guitarra er ríkulegt úrval heitra og kaldra rétta frá öllum heimshornum, en á Pic Nic er sjálfsafgreiðsla og afslappað andrúmsloft. Eins og nafnið gefur til kynna er áherslan á Bjórbar Freddy‘s jú, bjór, en einnig snarl og skemmtun. Á Fundabarnum er gott að setjast niður með kaffi eða kaldan drykk og æfa sig í billjarð eða pílukasti.
Sundlaugargarðurinn er gróinn og þar eru tvær sundlaugar auk busllauga fyrir börnin. Sólbaðsaðstaðan er góð með sólbekkjum og sólhlífum. Sundlaugarbarirnir eru tveir. Yfir daginn er stanslaust stuð á Honolulu-barnum, enda er hann á svæðinu þar sem starfsfólk hefur ofan af fyrir hótelgestum með ýmiss konar afþreyingu. Meiri rólegheit eru á Banana-barnum. Á kvöldin er lifandi tónlist, Dj eða karókí. Hægt er að leigja handklæði og kostar það um 5 evrur sem fást endurgreiddar við skil.
Snyrti- og hárgreiðslustofa, skartgripaverslun og minjagripaverslun eru í hótelinu auk líkamsræktaraðstöðu og austurlenskrar nuddstofu. Móttakan er opin allan sólarhringinn og starfsfólk aðstoðar við leigu á bílum og gjaldeyrisskipti.
IFA Buenaventura er þægilegt hótel á frábærum stað. Alls kyns afþreying er í boði yfir daginn, boltaíþróttir, blak og vatnspóló, köfun og tenniskennsla. Stutt er í líf og fjör í miðbænum, veitingastaðir eru allt um kring og verslunar- og afþreyingarmiðstöð í næsta nágrenni. Auk þess sem aðeins tekur nokkrar mínútur að rölta niður á strönd.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 km
- Strönd: Í göngufjarlægð
- Veitingastaðir: Á hóteli og næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaðir
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging: Gegn gjaldi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði