Abora Buenaventura, Playa del Inglés
Vefsíða hótels
Abora Buenaventura er gott hótel á frábærum stað á Ensku ströndinni, þar sem má finna iðandi mannlíf, fjölbreytt úrval veitingastaða og ýmsar verslanir.
Hótelið hefur allt verið nýlega tekið í gegn og er núna fjögurra stjörnu hótel en var áður þriggja stjörnu. Þarna er mjög góð aðstaða og mikið um að vera fyrir hótelgesti, börn jafnt sem fullorðna. Herbergin eru rúmgóð og rúma tvo til þrjá fullorðna eða tvo fullorðna og tvö börn. Öll herbergin eru búin sjónvarpi, síma, loftkælingu, minibar, öryggishólfi og þráðlausu interneti. Hárþurrka er á baðherbergjum. Við öll herbergin eru svalir með húsgögnum, útsýni er ýmist yfir sundlaugargarðinn eða út á hafið.
Veitingastaðirnir á hótelinu eru tveir, einn hlaðborðsveitingastaður og annar "a la carte". Í garðinum er annar veitingastaður þar sem hægt er að fá sér létt snarl og svalandi drykki. Á hótelinu er í boði annað hvort að vera með hálft fæði innifalið eða allt innifalið og er sá matur reiddur fram af hlaðborðisveitingastaðnum, en þar er boðið upp á úrval kræsinga.
Sundlaugargarðurinn er gróinn og þar eru tvær sundlaugar auk þess er barnasundlaug og leiksvæði bæði úti og inni fyrir börnin. Sólbaðsaðstaðan er góð með sólbekkjum og sólhlífum. Sundlaugarbarirnir eru tveir. Yfir daginn er stanslaust stuð, þar sem starfsfólk hefur ofan af fyrir hótelgestum með ýmiss konar afþreyingu. Á kvöldin er lifandi tónlist, plötusnúður eða karókí. Hægt er að leigja sundhandklæði gegn tryggingagjaldi.
Á hótelinu er einnig að finna líkamsræktaraðstöðu, tennisvöll, billijarð og margt, margt fleira. Móttakan er opin allan sólarhringinn og er þráðlaust internet á öllu svæðinu.
Abora Buenaventura er þægilegt hótel á frábærum stað. Alls kyns afþreying er í boði yfir daginn fyrir alla aldurshópa, sem dæmi má nefna boltaíþróttir, blak og vatnspóló, köfun og tenniskennsla. Stutt er í líf og fjör í miðbænum og er ströndin í 15 mínútna göngufjarlægð.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 30 km
- Frá strönd: 1,1 km.
- Veitingastaðir: Á hóteli og næsta nágrenni
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Handklæði fyrir hótelgarð: Gegn tryggingagjaldi
- Barnasundlaug
- Sundlaug
- Líkamsrækt
- Gestamóttaka
- Barnaleiksvæði
- Barnadagskrá
- Bar
- Veitingastaður
- Skemmtidagskrá
Vistarverur
- Herbergi
- Minibar
- Kaffivél: eða ketill
- Loftkæling
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Sjónvarp
- Hárþurrka
- Baðsloppar
Fæði
- Allt innifalið, Hálft fæði