Ercilla Bilbao
Vefsíða hótels

Mjög gott hótel á frábærum stað í hjarta borgarinnar. Verslanir og veitingastaðir allt um kring og bæði gamli bærinn og Guggenheim-safnið í léttu göngufæri. Neðanjarðarlestarstöð er rétt við hótelið og því hægt að komast að öllum helstu kennileitum á nokkrum mínútum. Strætó sem gengur beint á flugvöllinn stoppar steinsnar frá.
Í hótelinu eru 345 herbergi og svítur. Basic herbergin er 10-13 fermetrar en Standard herbergi 16 fermetrar og rúma tvo eða þrjá fullorðna. Allar vistarverur eru innréttaðar á stílhreinan hátt, í ljósum litum með rauðum í áklæði. Teppi eru á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp, smábar og öryggishólf auk ókeypis þráðlausrar háhraðanettengingar. Á baðherbergjum er hárþurrka og baðvörur. Le Club herbergjum og svítum fylgja auk þess baðsloppar og inniskór og Nespresso-kaffivél auk annarra fríðinda.
Veitingastaðurinn Bermeo var nýlega opnaður eftir endurbætur og þar er hægt að njóta morgunverðar en einnig hádegis- og kvöldverðar þar sem áherslan er á baskneska og alþjóðlega rétti af matseðli. Við gestamóttökuna er The Lobby sem býður upp á morgunverð, kaffi og smárétti yfir daginn og ljúffenga kokteila fram á nótt. Ekki má gleyma Le Club á þakveröndinni en þar er ekki amalegt að slaka á yfir léttum mat eða drykk og njóta útsýnisins yfir borgina.
Líkamsræktaraðstaðan í hótelinu er í minni kantinum en með ágætum tækjum og er aðgangur gestum að kostnaðarlausu.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er töskugeymsla og þvotta-, þurrhreinsi og strauþjónusta.
Hotel Ercilla er á frábærum stað í borginni. Verslanir og veitingastaðir í götunum í kring og aðalverslunarhverfið, gamli bærinn, Guggenheim-safnið og mörg önnur kennileiti eru í léttu göngufæri. Þeir sem eru á hraðferð geta nýtt sér neðanjarðarlestina á móti hótelinu og er 2-3 mínútur inn í gamla bæinn og strætó sem gengur beint til og frá flugvellinum stoppar steinsnar frá hótelinu.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 13 km
- Miðbær: Í hjarta miðborgarinnar
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
- Kaffivél: Nespresso vél fylgir Le Club herbergjunum
Fæði
- Morgunverður