Fantasyland Hotel, Edmonton
Vefsíða hótels

Ævintýralegt hótel inni í West Edmonton verslunarmiðstöðinni, rétt við vatnagarðinn. Gistu í geimstöð, á rómversku keisarafleti eða eins og kúreki í kerru, á Kyrrahafseyju eða bara á fallegu klassísku hótelherbergi, þitt er valið.
Í hótelinu eru 355 rúmgóðar vistarverur, þar af eru 120 innréttaðar eftir mismunandi ævintýraþema. Herbergi rúma frá þremur fullorðnum upp í 7 einstaklinga, barnarúmin eru kojur. Önnur herbergi eru með smekklegum klassískum innréttingum í dökkum við og brúnum litum. Teppi eru á gólfum í flestum vistarverum. Stillanleg loftkæling og upphitun er alls staðar, 42 tommu flatskjársjónvarp, öryggishólf, lítill ísskápur, straujárn og -borð og aðstaða til að laga kaffi. Í mörgum herbergjanna er nuddpottur sem rúmar fjóra í herberginu sjálfu, ekki inni á sérstöku baðherbergi. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og baðvörur. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu.
Á veitingastaðnum L2 Grill á annarri hæðinni er boðið upp á morgun- og hádegisverð og á kvöldin stendur valið um úrval kjöt- og sjávarrétta, súpur og salöt af matseðli í töfrandi og hlýlegu andrúmslofti. Á L1 Lounge á fyrstu hæðinni er áherslan á létta sælkerarétti af matseðli og ljúffenga kokteila sem ættu að kitla bragðlauka flestra. Þá eru drykkja- og snarlsjálfsalar á hótelinu.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er hraðbanki og þvotta- og þurrhreinsiþjónusta.
Líkamsræktaraðstaða er ekki inni á hótelinu sjálfu, en gestir geta nýtt sér WEMFIT líkamsræktarstöðina sem er opin allan sólarhringinn sér að kostnaðarlausu. Einnig er stutt í heilsulind með öllum tilheyrandi meðferðum.
Fantasyland er sannkallað ævintýraland þar sem öll fjölskyldan getur gist eins og rómverskir keisarar, kúrekar, geimfarar, Hollywood-stjörnur eða eyjaskeggar í Kyrrahafinu en einnig á klassískt innréttuðu rúmgóðu hótelherbergi. Hótelið er inni í West Edmonton verslunarmiðstöðinni, rétt við vatnagarðinn, umkringt yfir 800 verslunum og veitingastöðum þannig að hér ættu allir að finna eitthvað til að hafa fyrir stafni.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 40 km
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Nettenging
- Líkamsrækt: Gestir geta nýtt sér WEMFIT sér að kostnaðarlausu
- Heilsulind: Stutt í heilsulind með öllum tilheyrandi meðferðum
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Hárþurrka
- Ísskápur: Lítill ísskápur
Fæði
- Morgunverður