Frá USA til Evrópu

Siglt yfir Atlantshafið

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Sigling yfir Atlantshafið

Celebrity Reflection
10. – 30.apríl 2018
Fararstjóri: Laufey Jóhannsdóttir

Orlando, USA – Tenerife, Malaga, Cartagena og Barcelona á Spáni - Ajacco, Korsíku og Róm, Ítalíu.

Flogið er til Orlando með Icelandair og gist á hótel Florida Mall í þrjár nætur fyrir siglingu. Fararstjóri skipuleggur dagana í samráði við farþega. 13.apríl er ekið til Fort Lauderdale, en þar er bíður lúxus skipið Celebrity Reflection okkar.
Siglt af stað síðdegis og eftir viku á siglinu er stigið í land á Tenerife.  Eftir dag á siglingu er komið til Malaga og eftir það, Cartagena, Barcelona og Ajaccio á Korsíku.
Komið er til Civitavecchia, sem er hafnarborg Rómar  snemma morgun þann 27.apríl.  Ekið inn í borgina sem er liðlega klukkutíma akstur og á hótelið okkar þar sem við dveljum í 3 nætur áður en flogið er til Íslands með millilendingu í Kaupmannahöfn.


celebrity_reflection_22.jpg

Celebrity Reflection

Eitt glæsilegasta farþegaskipið í flota Celebrity Cruises sem fór í sína jómfrúarferð árið 2012. Skipið er  12 hæðir, 126.000 lestir, rúmlega  300 metrar á lengd og með rými fyrir 3046 gesti auk áhafnar.
Lido er næst efsta þilfarið með skokkbraut , setustofum, veitingastað og bar, allt með gríðarmiklu útsýni til allra átta. Resort þilfarið er með sundlaugum, sundlaugarbar, sólbekkjum og heilsulindinni Aquaspa® . Entertainment þilfarið er með veitingastaði, listmunasölur, kaffihús, ísbúðir o.fl. og á  Promenade þilfarinu eru litlar verslanir, vínbarir og spilavíti. Veitingasalir eru glæsilegir og um allt skip eru barir, hver með sínu þema.
Rúmgóðir klefa með öllum þægindum og  herbergisþjónusta  er opin allan sólarhringinn. Ótal afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustunni sem fæst um borð, gera siglingu með Celebrity Reflection ógleymanlega.
Fjöldi skipulagðra ferða er í boði á áfangastöðum skipsins, en þær þarf að bóka og borga sérstaklega. Gestir geta þó alltaf farið um alla viðkomustaði á eigin vegum.

Flugtafla

Flugnúmer Dags Brottför KL. Áfangastaður KL.
FI 689 10. apríl Keflavík 17:10 Orlando 20:55
SK 682 30. apríl Róm 13:25 Kaupmannahöfn 16:00
FI 213 30. apríl Kaupmannahöfn 19:45 Keflavík 20:55

Siglingarleið

Dagur Áfangastaður Koma Brottför
13. apríl Fort Lauderdale, Flórida   16:00
14. - 20. apríl Á siglingu    
21. apríl Tenerife 09:00 16:00
22. apríl Á siglingu    
23. apríl Malaga, Spáni 11:30 20:00
24. apríl Cartagena, Spáni 09:00 17:00
25. apríl Barcelona, Spáni 09:30 18:00
26. apríl Ajaccio, Corsica 11:30 18:00
27. apríl Róm (Civitavecchia), Ítalíu 05:00  

Ferðatilhögun

Þriðjudagur 10. apríl - Keflavík - Orlando
Flogið frá Keflavík til Orlando. Lending er um kl. 20:55 og við komu er ekið með hópinn á hótel Florida Mall þar sem gist verður í þrjár nætur.


orlando_florida.jpg

Miðvikudagur 11. apríl og fimmtudagur 12. apríl  -  Orlando
Dagskrá í samvinnu við fararstjóra. Hægt að sóla sig, fara í einhverja hinna fjölmörgu verslana sem eru í Florida Mall eða heimsækja einhvern af Disney görðunum vinsælu, Magic Kingdom, Epcot Center, Universal Studios svo einhverjir séu nefndir.
Sameiginlegir kvöldverðir sem eru ekki innifalið í verði, heldur greiðir hver fyrir sig á staðnum.


orlando_florida.jpg

Föstudagur 13. apríl - Orlando – Ft. Lauderdale
Ekið til Ft. Lauderdale og tekur aksturinn um þrjár klst. Um hádegi er komið um borð í skemmtiferðaskipið Celebrity Reflection  þar sem ljúffengur hádegisverður er til reiðu. Gaman er að nota tímann þar til að skipið siglir úr höfn kl. 16:00 til að skoða sig um og njóta þess sem í boði er.


celebrity_reflection_20.jpg

Laugardagur 14. apríl til föstudags 20. apríl - Á siglingu
Næstu daga siglum við og gefst gestum því kjörið tækifæri að kynna sér þann ævintýraheim sem fyrsta flokks skemmtiferðaskip eins og Celebrity Reflection hefur upp á að bjóða. Njótið lífsins og upplifið magnað útsýni þar sem hafið nær eins langt og augað eygir. Mikið er um að vera á sundlaugardekkinu þar sem þjónarnir ganga um og bjóða litríka kokteila og hljómsveitin spilar á meðan hægt er að njóta sólarinnar. Innandyra er hægt að njóta þess að ganga um skipið fara á kaffihús, kíkja í búðir fara á málverkauppboð eða í spilavítið. Oft eru matreiðslunámskeið í boði og spennandi fyrirlestrar og vinsælt er að sækja tíma í  danskennslu. Starfsfólk heilsulindarinnar býður upp á alls konar nudd og dekur.
Matur og drykkur allan daginn, svo bíður 3ra rétta kvöldverður og glæsileg sýning um kvöldið.


celebrity_reflection_16.jpg

Laugardagur 21. apríl - Tenerife,  Kanaríeyjum
Helstu einkenni Tenerife eru gylltar strendur og veðursæld allan ársins hring. Þetta er skemmtilegur ferðamannastaður þar sem hægt er að finna hinar ýmsu miðjarðarhafskræsinga.  Skemmtiferðaskipin leggjast að í borginni Santa Cruz sem er á norð-austur horni eyjunnar.


tenerife_shutter_3.jpg

Sunnudagur 22. apríl - Dagur á siglingu
Eini siglingadagurinn sem eftir er og tími til að slaka áður en farið er í land á ýmsum stöðum við Miðjarðarhafið.


celebrity_reflection_15.jpg

Mánudagur 23. apríl – Malaga, Spáni
Það er ekki að ástæðulausu að vinsældir Malagaborgar á Costa del Sol hafa vaxið jafnmikið undanfarið meðal ferðalanga og raun ber vitni. Í áraraðir féll þessi fagra borg í skuggann af öðrum borgum í Andalúsíu, eins og  Granada, Kordóva og Sevilla, en það er liðin tíð. Matargerðin jafnast á við það sem best gerist í Barcelona og menning og listir á við það sem við þekkjum í Madrid. Listmálarinn Picasso var fæddur í borginni og haft var eftir honum að þeir einir sem gætu kallað sig sanna kúbista hefðu fæðst í Malaga.
Margt er einstaklega áhugavert að skoða í Malaga, eins og borgarvirkið Alcazaba, dómkirkjan og nýlega uppgerði gamli bærinn eins og hann leggur sig. Þeir sem hafa hinn minnsta áhuga á listum og menningu ættu ekki að láta Picasso safnið og nútímalistasafnið CAC Malaga Contemporary Art Center fram hjá sér fara og sóldýrkendur mega ekki sleppa því að koma við á La Malagueta ströndinni. Þá er vert að nefna að útsýnið er ekki af verri endanum frá Gibralfaro kastala. Til að slaka á og njóta augnabliksins er upplagt að fá sér göngutúr eftir Paseo del Parque og telja dropana sem þyrlast upp úr gosbrunnunum eða rölta um Puerta Oscura lystigarðinn, til að njóta einfaldlega fegurðar umhverfisins.


malaga_spain_1.jpg

Þriðjudagur 24.apríl - Cartagena, Spánn
Þeir gleyma því seint sem njóta hrífandi útsýnisins yfir ljúffengum málsverði meðan skipið nálgast Spánarstrendur, en borgin Cartagena er á suðurströnd Spánar, ekki langt frá borginni Murcia. 


cartagena_spain_1.jpg

Miðvikudagur  25. apríl - Barcelona, Spáni
Barcelona er borg sem tekur manni opnum örmum og heillar mann þegar í stað; borg sem gott er að vera í, borg sem mann langar alltaf til að sækja heim aftur, í senn ævaforn og síný.
Barcelona flíkar björtu sólskinsbrosi Miðjarðarhafsins á daginn, sveipar sig hlýju þess á kvöldin og nóttunni, iðar af mannlífi og lífsgleði, er full af list og sögu, allt frá Rómverjum til síðustu hræringa í listum. Kaffihús, krár, veitingastaðir og verslanir eru á hverju strái. Fátt jafnast á við að ganga í mannhafi Römblunnar, ramba um forn stræti Gotneska hverfisins, rölta um Born-hverfið og setjast niður á bar eða fá sér gönguferð um Barceloneta-hverfið við sjóinn, jafnvel fara á ströndina...
Barcelona státar líka af mörgum fallegum byggingum. Þar er arkitektinn Antoni Gaudí fremstur en meðal verka hans ber hæst Kirkju hinnar helgu fjölskyldu: la Sagrada Família og garðinn Parc Güell.
Barcelona kemur hvorki meira né minna en níu sinnum fyrir á heimsminjaskrá Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Sjö sinnum er þar á ferðinni arkitekinn Antoni Gaudí og verk hans: Park Güell, Casa Milá, Casa Batlló, Palau Güell, Casa Vicens, Fæðingarhliðin á la Sagrada Família og Grafhvelfingin í kirkjunni í Güell-íbúðahverfinu í útjaðri borgarinnar. Tvö verk eru síðan eftir módernistann Domènech i Montaner: Palau de la Música Catalana og Hospital San Pau.


barcelona_1.jpg

Fimmtudagur 26. apríl - Ajaccio, Korsíku
Það er óhætt að segja að Ajaccio sé með skemmtilegri hafnarborgum, það er lítið mál að skoða hana á tveimur jafnfljótum og hér eru ótal góðir veitingastaðir og skrítnar og skemmtilegar verslanir. Þá er höfnin svo falleg að listamennirnir berjast um besta staðinn til að festa fegurðina á striga þó að þeir nái aldrei að skapa viðlíka listaverk og náttúran sjálf þegar geislar Miðjarðarhafssólarinnar merla hafflötinn.
Það tekur ekki langan tíma að finna út hver eftirlætis sonur Ajaccio er, því að ófáar göturnar eru nefndar eftir Napóleón Bónaparte sem fæddist hér þann 15. ágúst árið 1769, aðeins nokkrum mánuðum eftir að Frakkar náðu yfirráðum á eyjunni sem hafði verið undir stjórn Genóamanna í meira en fjögur hundruð ár.
Og það fer ekkert á milli mála að Korsíka tilheyrir Frakklandi. Á það jafnt við um matseðla veitingastaðanna, fagurlega skreytta búðargluggana og úrvalið í snyrtivöruverslununum sem kæmi jafnvel hörðustu bjútíbloggurum í ham. Ítölsku áhrifin skína samt sem áður enn í gegn hér og þar, eins og í götunöfnum og matseld heimamanna þar sem krydd eru ríkulega notuð og svínakjöt er eitt aðalhráefnið. Gott er þó að hafa í huga að verðlagningin er ekki ólík því sem gerist heima á Íslandi og því kannski ágætt að skipuleggja stórinnkaupin á öðrum viðkomustöðum. 


korsika_corsica.jpg

Föstudagur 27. apríl – komið til Rómar
Komið til hafnar eldsnemma að morgni. Eftir morgunverð kveðjum við skipið og förum með rútu inn til Rómar og tökum lífinu með ró fyrsta daginn.
Rómarborg hefur um aldir verið sögusvið keisara, páfa og pílagríma sem lagt hafa leið sína til borgarinnar í gegnum aldirnar. Engin borg stenst samanburð við Róm þegar kemur að sögufrægum stöðum og byggingum. Hér er Péturskirkjan, Vatíkanið, Sixtínska kapellan með stórkostlegum málverkum eftir Michelangelo og aðra listamenn, Rómartorgið eða Foro Romano, Kólósseum, Panþeon og Navónutorg.
Hér skópu frægustu meistarar endurreisnarinnar og barrokktímans sín fegurstu verk sem gera borgina að risavöxnu listasafni. Róm er líka borg hinna glæsilegu gosbrunna og er Trevíbrunnurinn líklega þekktastur eftir að Fellini notaði hann í atriði í mynd sinni Hið ljúfa líf, La Dolce Vita.  Róm er líka ein af háborgum tískunnar og engir eru Ítölum fremri þegar kemur að hönnun og tísku. Það er gaman að versla í Róm, hvort sem er í verslunum heimsfrægra hönnuða, eða í freistandi sérverslunum við Spænsku tröppurnar eða á hinum líflega flóamarkaði, Porta Portese.


rome_italy_12.jpg

30. apríl - Mánudagur - Heimferð
Morgunverður á hóteli og flogið heim með millilendingu í Kaupmannahöfn.
Brottför frá Róm er kl. 13:25 og áætluð lending í Keflavík kl. 20:55.

Sjá nánari ferðalýsingu

UPPSELT

Þessi ferð er uppseld. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@vita.is. Síminn er 570-4444.

Hafa samband
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef íkon mynd af flugvél ORL

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  USD

  Gengi

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
Sjá Kortasýn Sjá gististaði