Laufey Jóhannsdóttir
Fararstjóri
Laufey hefur verið fararstjóri VITA á Mallorca og í siglingum. Einnig hefur hún starfað sem leiðsögumaður á Íslandi.
Þegar tækifæri bauðst til þess að ljúka stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ þá settist hún aftur á skólabekk ásamt unglingunum í Garðabæ. Hún bætti svo við námi á rekstrar- og viðskiptanámi í Endurmenntun Háskólans. Hún hefur tekið þátt í margvíslegu félagsstarfi. Látið til sín taka í Lionshreyfingunni, er í Inner Wheel hreyfingunni og starfar í kvenfélagi Garðabæjar og í kvenfélaginu í Hrísey svo fátt eitt sé nefnt. Hún var í bæjarstjórn Garðabæjar í mörg ár og þekkir vel til á vettvangi sveitarstjórnarmála. Hún hefur verið í ferðabransanum frá árinu 1985 og var fyrsti framkvæmdastjóri Plúsferða. Hún var sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar og er vel kunnug málum á Vesturlandi.
Laufey lauk prófi frá Leiðsöguskóla Íslands sem leiðsögumaður vorið 2016. Hún hefur verið fararstjóri VITA á Mallorca og í siglingum, meðal annars í Karabíska hafinu og yfir Atlantshafið.
Að auki starfar hún sem leiðsögumaður á Íslandi með erlenda ferðamenn.
Laufey er gift Skúla Gunnari Böðvarssyni sem er borinn og barnfæddur Gaflari og eiga þau þrjú uppkomin börn og barnabörnin eru sjö. Laufey hefur alla tíð haft að leiðarljósi að láta fólki líða vel.
Hún leggur áherslu á útivist, lífsgæði og hefur gaman að umgangast fólk. Hún lætur sig mannleg samskipti varða og leggur áherslu á að leggja lið og reyna að finna lausnir sem allir geta fellt sig við.