UM VITA

Á þessum síðum finnur þú allar upplýsingar um VITA, nýjustu tilboðin, ferðaskilmála, upplýsingar um hópabókanir og fleira.

Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Skilmálar Feria ehf.

Með því að nota vefsíðu, vörur eða þjónustu Feria veitir þú samþykki þitt fyrir þessum skilmálum, sbr. 1. tl. 1. mgr. 8. gr. laga um persónuvernd nr. 77/2000 (lögin). Hugtök skulu hafa sömu merkingu í skilmálum þessum og þau hafa í lögunum. Í samþykki þínu felst að Feria safni og vinni persónuupplýsingar í samræmi við þessa skilmála, eða eftir því sem lög heimila hverju sinni.
Feria safnar persónuupplýsingum sem viðskiptavinir skrá á vefsíðu félagsins, auk upplýsinga um hvernig þeir nota vefsíður Feria, t.d. með notkun smákaka (e. cookies). Persónuupplýsingum er eftir atvikum einnig safnað við bókanir, verslun, pantanir, greiðslu, innritun og vegna afhendinga á miðum.
Tilgangur söfnunarinnar er að greiða fyrir bókhaldi, útsendingu reikninga og endurskoðun, útgáfu miða og sannreynslu greiðslukorta. Gögnin kunna að vera notuð til að auka öryggi við útlendingaeftirlit og tollgæslu ef þess er krafist samkvæmt lögum og við umsýslu, gæðaeftirlit, í markaðslegum tilgangi og í lagalegum tilgangi. Upplýsingar eru einnig notaðar í tengslum við fríðindi til viðskiptavina, við prófanir, viðhald, þjónustu við viðskiptavini og í tengslum við aðrar upplýsingar vegna ferðalaga.
Feria kann að nýta persónuupplýsingar við markaðssetningu, kynningarstarfsemi og markaðsgreiningar. Þegar þú skráir þig fyrir tilboðum, kaupir þjónustu, bókar flug eða ferðir hjá Feria samþykkir þú að fá sent markaðsefni reglulega.
Feria er heimilt að beina markaðssetningu að aðilum sem hafa samþykkt þessa skilmála, þrátt fyrir að þeir séu bannmerktir í Þjóðskrá. Viðskiptavinir geta þó ávallt afþakkað samskipti vegna markaðssetningar félagsins. Félaginu er þó ætíð heimilt að hafa samband við viðskiptavini sína vegna tiltekinna viðskipta, svo sem vegna áminninga um bókanir eða ferðir, jafnvel þótt þeir séu bannmerktir í Þjóðskrá og hafi afþakkað samskipti vegna markaðssetningar félagsins.
Feria kann að fela samstarfsaðilum sínum aðgang að eða vinnslu persónuupplýsinga. Það er þó eingöngu heimilt séu málefnaleg eða lagaleg sjónarmið sem liggja því að baki. Jafnframt er Feria heimilt að halda utan um viðskiptamannaskrá og afhenda hana öðrum til frekari vinnslu, enda sé tryggt að farið sé með upplýsingarnar í samræmi við gildandi lög og reglur hverju sinni.
Viðskiptavinir Feria eiga rétt á að rangar, villandi eða ófullkomnar persónuupplýsingar séu leiðréttar, við þær aukið eða þeim eytt. Viðskiptavinir eiga rétt á að persónuupplýsingum sé eytt, ef ekki er lengur málaefnaleg ástæða til að varðveita þær. Undantekning á þessu eru persónuupplýsingar sem félaginu ber skylda til að varðveita samkvæmt lögum eða öðrum reglum.
Feria safnar aldrei né vinnur persónuupplýsingar nema með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti og gætir þess jafnframt að öll meðferð þeirra sé í samræmi við vandaða vinnsluhætti persónuupplýsinga.
Að því leyti sem þessum skilmálum sleppir gilda viðeigandi lög og reglur hverju sinni.
Ábyrgðaraðili skv. 2. mgr. 7. gr. laganna, sbr. einnig 1. tl. 1. mgr. 20. gr. er: 
Feria ehf., kt. 551105-0590
Skógarhlíð 12
105 Reykjavík