Gott loftslag, hvítar strendur, sjávarsport, frábærir golfvellir, söfn, þröngar verslunargötur og barir, veitingastaðir og diskótek á hverju strái hafa gert Albufeira að einum vinsælasta sumaráfangastað heims.
Þegar sólarstundir á ári eru yfir 3000 talsins ætti að vera auðvelt að ná slökun og busla svo í volgum sjónum þess á milli til að kæla sig niður. Á kvöldin er svo hægt að velja úr fjölda veitingastaða.
Bæjarlífið er afar fjölbreytt, hvort sem stefnan er tekin á Laugaveginn eða í gamla miðbæinn. Mikil og góð samgöngubót er af lestinni, sem gengur frá bænum og stoppar nálægt hótelunum sem eru í boði í þessari ferð. Einnig má benda á að kominn er rúllustigi þar sem áður voru tröppur niður á strönd.
Af nógu öðru er að taka. Ýmsar íþróttir eru stundaðar í bænum og hægt er að læra að kafa og stunda ýmsar sjávaríþróttir eða fara í tennis. Rétt fyrir utan bæinn er síðan glæsilegur vatnsrennibrautagarður.
Margir fallegir golfvellir eru við Albufeira, hver öðrum skemmtilegri. Af þeim má nefna Balaia völlinn, sem er krefjandi níu holu völlur, Pine Cliffs völlurinn er á klettabeltinu fyrir ofan ströndina þar sem útsýnið er stórfenglegt og Salgados völlurinn er fullur af vatnagildrum og öðrum hættum fyrir kylfinga.
Hvort sem fjölskyldan, eða vinahópurinn er á leiðinni í frí er Albufeira pottþéttur sólarstaður.
Myndir:
Mynd:
Almennt_treskyggni_portugal